Færsluflokkur: Kvikmyndir
1.6.2008 | 16:28
Kettlingaforsmekkur
er búinn að vera upp að háls í vinnu elsku Anna mín en er núna loksins að fara í sumarfrí, þannig að þið megið búast við slatta af myndum á næstunni...
es... mér líður akkúrat svona núna
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2008 | 12:54
Meistari skíthælana
Ég hef lengi haft miklar mætur á leikaranum Robert Loggia, fyrir mér er hann einna minnistæðastir í hlutverki Mr. Eddy í Lost highway, sem er einn uppáhalds gangsterinn minn úr kvikmynd (sem og lost highway er jú uppáhalds lynchinn minn).
Ég man þegar það svo skýrt eftir því þegar hann birtist fyrst í Lost Highway, sem hinn dularfulli Mr Eddy, eina sem við vissum um hann var að Pete (hetjan okkar) vann á bílaverkstæði sem hann átti. Svo kemur hann þrumandi inná bílastæðið, öskrandi "PETE" ... "PETIEEE!!!", með þessari rifnu dýrslegu rödd.
Öll atriðin með honum eru algjör veisla, hann nær skítlega gansternum svo vel, en samt bætir hann svo miklu við hann með sínum einstaka hrottaskap og offorsi.
Við skulum kíkja á smá myndbrot hérna rétt á eftir, en fyrst langar mig að segja ykkur frá því hvernig Robert Loggia fékk hlutverkið í Lost Highway.
Þannig var mál með vexti að nokkrum árum áður en lost highway er gerð var hr Loggia var að sækjast eftir hlutverki í Wild at Heart sem er, eins og flestir vita, er einnig eftir David Lynch.
Lynch var fastur í umferð þennan dag og Robert Loggia þurfti að bíða eftir honum lengi lengi. Loksins þegar David Lynch mætti á staðinn var Loggia orðinn svo langþreyttur á biðinni að hann hellti sér rækilega yfir David Lynch í trylltu bræðiskasti og strunsaði út.
Nokkrum árum seinna fékk Loggia svo handritið að Lost Highway í hendurnar og heillaðist strax af hlutverki Mr Eddy, en hann hugsaði með sér "sjit, david lynch á aldrei eftir að ráða mig eftir það hvernig ég klikkaðist á hann". En hann lét slag standa og sóttist eftir áheyrnaprufu, en hana þurfti hann ekki því David Lynch réð hann samstundis, því hann var svo hrifinn af því hvernig hann einmitt klikkaðist á hann og þótti þetta mjög gott fóður í Mr Eddy.
Jæja nóg um það. Nú skulum við kíkja á myndbrotið, ég skal setja ykkur inní málið. Pete (bifvélavirkjahetjan okkar) fer í bíltúr með Hr Eddy því að honum finnst vera skrýtið hljóð í vélinni. Þeim kumpánum tekst léttilega að stilla vélina þökk sé færni Petes. En það kemur babb í bátinn þegar ökuþór fer að reyna að taka fram úr mr Eddy með einstökum dónaskap.
Sagan á bakvið það hvernig þetta atriði varð til er sú að David Lynch og Michael J. Anderson voru á leiðinni á tökustað Twin Peaks, þegar akkúrat sami hlutur gerist í eftirfarandi myndbroti, einstaklega dónalegur ökumaður tekur fram úr honum með tilheyrandi fokkmerkjum og fantaskap. Michael snýr sér að David og segir "hvah, ætlaru ekki að gera eitthvað í þessu?". David svaraði að þótt hann vildi kenna honum að keyra almennilega hefði þeir ekki tíma því þeir væru að verða of seinir í tökur.
Svo nokkrum árum seinna sér Micheal lost highway og áttar sig á því hvað David átti við með kenna einhverjum að keyra almennilega, því atriðið er jú hliðstæða bílferðar Michaels og Davids. En kíkjum loksins á atriðið.
Þarna sést hinn magnaði Eddy í öllu sínu veldi. Skiljið þið hvað ég afhverju ég elska hann? :D
Ástæðan fyrir þessari færslu er sú að fyrir nokkrum dögum horfði ég á myndina Wild 7, en Robert Loggia leikur þar viðbjóðslegan skíthæl, kynþáttahatari sem gerir akkúrat það sem honum sýnist, hann drepur fólk ef honum er illa við það og kemur sökinni á vini sína og fleira ánægjulegt í þeim dúr. Maðurinn er einfaldega svo hrikalega magnaður í myndinni að hann stelur senunni algjörlega, ég stóð sjálfan mig að því að alltaf bíða eftir meiri atriðum með honum. Ég gróf upp trailer á youtube en hann segir afskaplega lítið um karakterinn sem hann leikur... myndin var alveg ágæt svosem, en ég ætla að vara þig við því að endirinn er massíft letdown...
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2008 | 20:11
Vel valin orð frá gamalkunnum galgopa
Fyrir tilstilli skráardreifinga á hinu margrómaða alneti tókst mér að grafa upp vidjófæla með Andy Richter frá því þegar hann var í Conan O'Brian. Fangaður af óbilandi þorsta í meiri vitleysu sló ég skjálfhentur inn slóðina að youtube og gróf upp nokkra góða bita frá meistaranum.
Stutt og skorinort
Fighting...
Hookers...
Molestation...
INAPPROPRIATE! - Svona af fúlustu alvöru er ég búinn að vera æpandi þetta á kollega mína hérna í vinnuni...
Endum svo herlegheitin á samsæriskenningum Andy úr Andy Richter Controls the Universe
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2008 | 20:49
Er mamma þín á krakki?
Veit einhver hver forsagan að þessu rugli er? ég meina, er þetta eitthvað forvarnarflipp eða hvað? ég get varla orða bundist yfir því hvað þetta er yndislega 80's.
thats yo friggin mama!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2008 | 22:02
Látum nú reyna á prentfrelsið
ja hérna, rambaði inná bloggið hjá hr öfgakristnum Jón Vali og viti menn, þar eru birtar myndir af dauðum fóstrum... Ekki vissi ég að maður mætti birta hérna hvaða viðbjóð sem er undir skyldi prentfrelsis og þykir mér þetta hið besta mál.
Þessi hérna mynd hérna fyrir neðan fær etv fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það stútar sér með haglabyssu
Kvikmyndir | Breytt 29.4.2008 kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2008 | 14:27
Hver vill hauskúpur?
Fátt finnst mér sýna dauðleika mannskepnunar jafn vel og hauskúpur, þær eru yfirleitt notaðar til að tákna eitthvað einstaklega eitrað eða eitthvað einstaklega slæmt.
En þær eru einnig einstaklega merkilegar til að dáðst að, að geta virt fyrir sér höfuðbein einhvers sem hefur látist. Með tilkomu alnetsins er hægt að nálgast næstum allt (hvort sem það er löglegt eða ólöglegt).
Lengi hafði ég heyrt að maður gæti fengið hauskúpur í gegnum internetið, ég ákvað að slá til og sjá hvort að það væri eitthvað til í þessu, sló inn í google "human skulls purchase" og viti menn, niðurstöðurnar létu svo sannarlega ekki á sér standa.
Og það sem meira er, það er helvíti gott úrval.
Þær dýrustu eru hauskúpur úr börnum og kúpur sem voru með hverskyns fæðingar/andlits galla. Ein sú dýrasta sem ég fann var úr fóstri og ein sem var með sveðjufari þvert yfir andlitið. Það tísti í mér af ghoulish kátinu (sletti því ég fann ekkert samstætt orð úr íslenskunni...)
Að er virðist sýnist mér flestar hauskúpurnar koma frá Kína, ekki amalegt að eiga eina slíka og getað velt því fyrir sér hver og hvaðan hauskúpan kom, hver átti hana og hvernig fór fyrir honum? Oft þarf maður að vísu ekkert velta því fyrir sér hvernig viðkomandi lést því að einn valmöguleikinn af áðurnefndri síðu var "violent deaths", ekki amaleg afmælisgjöf það.
Hér eru nokkur dæmi
Hann hefur verið sæmilega tenntur þessi herramaður
Hauskúpa úr fóstri
Annar tannfagur kínverji
"gangster" sem hefur fengið kúlu í gegnum höfuðið
Já lesandi góður, það er sko ýmislegt sniðugt hægt að fá á internetinu ;)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 16:10
Myndatökur Sérsveitarinnar
Mér stendur örlítill stuggur af myndatökum sérsveitarmanna. Þeir mynda alla bak of fyrir sem verða á vegi þeirra við einhverjar aðgerðir. Þetta er aðferð sem er notuð í USA við að koma höggi á mótmælendur bandaríkjastjórnar. Þeir reyna að komast að því hverjir eru forsprakkarnir og geyma upplýsingar um þá í vissum gagnabönkum.
Svo þegar þeir vita hverjir eru forsprakkarnir þá einbeita þeir sér að því að taka þá úr umferð sem fyrst svo að mótmælin leysist upp hið snarasta. Þetta er orðið svo mikið vandamál að mótmælendur í USA eru farnir að vera með grímur þegar þeir mótmæla til að gera lögreglunni erfitt um vik.
Einnig finnst mér sérsveitin búin að vera haga sér eins og valdaóðir brjálæðingar. sbr dæmið í keflavík þegar þeir réðust á saklausan borgara sem var að reyna að komast heim til sín og nefbrutu (ef ég mann rétt) og spreyjuðu piparspreyi í augun á faðir þess sem var nefbrotinn þegar hann dirfðist að gagnrýna aðgerðir þeirra, hlupu á eftir honum inní íbúðina og spreyjuðu móðir hans líka.
Nýjasta nýtt í "riot" control í USA eru svokölluð nunchuks (2 prik með keðju á milli). Þegar mótmæli eru í gangi þá reyna þeir eins og áður segir að taka niður forsprakkana, þeir vefja kylfunum utan um hand og fótleggi og bera þá burt. Og ef þú streitist á móti þá herða þeir tökin þannig að þeir handleggsbrjóta viðkomandi, og eru lausir allra mála því að viðkomandi var að "streitast á móti handtöku".
Þessi þróun er vægast sagt ógnvekjandi í ljósi þess að sérsveitin er farin að taka upp svipaðar aðferðir í þessum málefnum.
"Ekki dirfast að gagnrýna eða vera með nokkurn mótþróa, þá ertu algerlega fucked" aðferðin...
Update: ég er ekki alveg með heimildir mínar um keflavík á hreinu, glöggur lesandi vakti athygli mína á því að þetta gætu hafa verið óbreyttir lögreglumenn og skila ég til hans ástarþökkum ;)
Ósáttir við myndatöku lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.4.2008 | 20:31
Blóðlosti
Ég fæ aldrei nóg af viðbjóði, það er fátt sem svalar óbilandi þorstanum í blóð, ofbeldi og geðveiki... hér eru þó nokkur dæmi
Það skiptir engu hvað þú gerir ef það hefur ekki sál, því miður fer listsköpunarverkum með einhverskonar konar sál sífækkandi.
Svona dreymir mig um að eyða ellinni
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2008 | 11:12
Því úrkynjaðra og viðbjóðslegra... því betra?
Í gær lá ég heima með flensu og hita... kærastan mín var nýflogin til berlín á árshátíð þannig að ég lá heima einn. Ég lá uppí rúmi í sveittu móki til klukkan að verða 5.
Ég staulaðist veiklulega á fætur og náði að með herkjum að leggjast uppí sófa og kveikja á sjónvarpinu. Tófa, stálpaði kettlingurinn okkar, kom umsvifalaust til mín, malandi og heimtaði að fá klapp og klór bak og fyrir áður en hún lagðist í kjöltuna mína og sofnaði værum svefni hinna saklausu.
Ég greip fjarstýringuna og með skjálfandi höndu kveikti ég á myndinni "Untraceable". Myndin sem slík var í meðallagi, bara enn einn "við erum í kapphlaupi við tímann áður en ótrúlega færi raðmorðinginn drepur allt sem okkur er kært" söguþráðurinn. Hún bætti litlu við flóru slíkra mynda. En hinsvegar varpaði hún fram einstaklega áhugaverðum punkti varðandi þróun internetsins.
Allt frá því að internetið fór að verða aðgengilegra almenningi hafa tveir hlutir verið einna vinsælastir, klám og hverskyns viðbjóður. Maður getur fundið hvað sem hugurinn girnist á internetinu, hvort sem það er kúkaklám eða aftökur. Þú getur fundið upptökur af sjálfsmorðum, bílslysum, lestarslysum, morðum, hverskyns limlestingum osfrv osfrv.
Við höfum öll einhverntíma kíkt á slíkt efni, sumir meira en aðrir. Okkur virðist þyrsta í blóð og ofbeldi. Þegar maður les greinar í blöðunum um ofbeldisverk og nauðganir, þá langar manni í krassandi lýsingar og því grafískara því betra.
Sem dæmi horfði ég á rússneskann hermann (samkvæmt lýsingunni á vídjóinu) skorinn á háls, hann lá á jörðinni og hnífnum var stungið í gegnum hálsinn á honum og hann ristur upp, og maður sá aumingja manninn gefa upp öndina á örfáum andartökum. Maður horfir á vídjóið, segir etv "ji minn" eða "foj barasta". Verst þótti manni að vita ekki aðdragandann að þessu eða bara hvur fjárinn var í gangi þarna.
Sjaldan ef ekki aldrei hefur maður velt því fyrir sér hver þessi maður var, hvar ólst hann upp og hvernig persóna var þetta? Átti hann börn eða kærustu? Nei, manni þyrstir í viðbjóðinn.
Í fyrrnefndri kvikmynd (untraceable) er blessaður vondi raðmorðingjinn að drepa saklaust fólk, á þann hátt að hann varpar öllu á internetið, þ.e.a.s með webcam og svo er hann með tengdar græjur við tölvuna sem drepa fórnalambið hraðar eftir því sem fleiri skoða síðuna.
Í kjölfarið á þessu fór ég í heilmiklar vangaveltur um mannvonsku almennt. Við erum jú versta og grimmasta skepnan á jörðinni. Við gerum hræðilega hluti ofan á hræðilega hluti. Hvort sem það er efnahagslega, mannréttindabrot eða hverskyns óskiljanleg ofbeldisverk.
Manni er farið að líða eins og agnarlitlu rykkorni, sem hefur ekkert að segja með framvindu mála og er algjörlega máttvana til að breyta einu eða neinu. Hver önnur fréttin um hræðileg verk mannvonsku, hvort sem þau eru framin í nafni trúar, lands eða bara einfaldlega til að svala auðvirðilegum fýsnum okkar.
Þótt að manni sé nauðgað eða maður laminn í klessu eða maður snuðaður um réttmæta meðferð af lögreglunni. Þá yptir fólk bara öxlum, les kannski um þetta í blaðinu og meira gerist ekki.
Sem dæmi má nefna íslenska dómskerfið, sem er fullt af misræmi varðandi dóma í ofbeldis og nauðgunarmálum. Ef ég reyni að flytja inn glás af e-pillum má ég búast við þyngri dóm heldur en ef ég nauðgaði einhverjum á hrottafenginn hátt.
Fjööööölmörg fórnalömb í kynferðisbrotamálum fá aldrei uppreisn æru né eiginlegt réttlæti... Og hvað með alla fangana í Írak og Guantanamo?
Já lesandi góður, við skiptum svo sannarlega engu máli í augum heimsins, við erum bara enn ein talan í tölfræðinni.
Að lokum ætla ég að benda ykkur á hann Steve Kurtz, sem er enn eitt fórnarlamb Bandaríkjastjórnar þessa dagana
http://en.wikipedia.org/wiki/Steve_Kurtz
14.4.2008 | 14:33
Hinar dularfullu nefndir Kanada
Ég kynntist rafdúetnum Boards of Canada fyrir nokkrum árum. Fékk þá í hendurnar plötuna Music has the right to children, fannst þetta helv. nett plata og hlustaði á hana í gríð og erg. Sum lögin minntu mig einhverja hluta vegna á barnæsku mínu og á að það hvernig það var að vera barn, á meðan önnur voru köld og einhver óskilgreind illska virtist bíða eftir manni handan við næsta horn, en einstaklega skemmtileg og flott lög engu að síður.
Stuttu eftir það þá kom út platan Geogaddi, óður og uppvægur hringdi ég og pantaði hana frá 12 tónum, að mig minnir (bjó út á landi á þessum tíma).
Ég var dolfallinn við fyrstu hlustun, strax þegar upphafstónarnir byrjuðu, en það var auðvitað lagið Ready lets go og þegar Music is Math hófst þá var ég kominn í trans-kennt ástand og erfitt var að eiga við mig samskipti sökum þess að ég lá kylliflatur í dularfullu móki.
Ég nauðgaði plötunni töluvert og hafði hana í geislaspilaranum hvert sem ég fór, hvort sem það var í göngutúr, í bíltúr eða í heimsóknir
Eftir þessa óhóflegu hlustun fór ég að taka eftir því að það var eitthvað undarlegt í gangi á bakvið tónlistina. Undarlegar brenglaðar raddir sem varla var hægt að greina hvað sögðu og ýmis suð og sörg. Ég setti þá Music has the right to children aftur á fóninn og þar var það sama uppi á teningnum, strax duttu mér í hug gömlu kellingasögurnar um földu skilaboðin í rokktónlist, djöfladýrkun og hvaðan af verra, var eitthvað sannleikskorn í þessu eftir allt saman?
Í ósvalandi forvitni minni æddi ég rakleiðis á google og sló inn leitarorðin boards of canada subliminal og viti menn, ég komst inná vægast sagt athyglisverða síðu með vissum fróðleiksmolumum um einmitt undarlega hluti í gangi í bakgrunni tónlistar BoC. En fyrrnefnd síða virðist vera gufuð upp af netinu... veit ekki hvort ég ætti að vera að hafa áhyggjur af þessari færslu.
En allavega, hérna er smá yfirferð yfir hin undarlegu skilaboð í tónlist Boards of Canada, sem mér fannst ansi truflandi í reyndinni
og sérstaklega því meira sem ég hlusta á tónlistina þá tek ég alltaf meira og meira eftir þessu.
Fyrir það fyrsta, þá eru meðlimir Boards of Canada (Mike Sandison og Marcus Eoin) víst mjög trúaðir, en ég veit að vísu ekki hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast. Þeir eru skoskir og bjuggu saman í Canada þegar þeir voru yngri. Þeir hafa oft sagt í viðtölum að tónlistin þeirra sé sprottin frá heimildamyndum sem Nefndir Canada styrktu, samanber nafnið og er lagið Dandelion þar sem Leslie Nielsen er að tala um hraun og eldgos (klippur úr gamalli heimildamynd), tilvísun í þessa nafngift.
Í laginu 1969 af Geogaddi, heyrist í bakgrunninum vera talað um Branch Davidians, en það var sértrúarsöfnuðurinn sem lést í átökum við lögreglu í Waco, Texas, þeir höfðu skvett bensíni út um allt og þegar lögreglan skaut in táragasi þá fór stóð allt í ljósum logum á nokkrum sekúndum.
Lengin á laginu er 4 mínútur og 19 sekúndur, en þetta gerðist 19 Apríl.
1969 var árið sem Manson morðin gerðust, og einnig sama ár sem táragasið var notað í Waco einnig hef ég heyrt að ef maður snýr röddinni sem er keyrð í gegnum vocoder segir hún David Koresh sem var spámaður Branch Davidians safnaðarins.
Árið 1969 er árið sem Kirkja Satans var stofnuð.
A is to B as B is to C
Þarna eru mikið af hlutum að gerast í bakgrunninum, það eru raddir spilaðar afturábak sem segja We love you all, hundar að gelta og tengsl við gullinsniðið, en það er rosalega mikið af stærðfræðitilvísunum í lögum með BOC.
You could feel the Sky
Setningin a god with hooves heyrist tvisvar í laginu, spilað afturábak, sumir halda því fram að þetta sé tilvísun í Pan, eða einhvern annan náttúruguð, því að BOC eru mikil náttúrubörn og vilja helst alltaf vera út í sveit.
Music is Math
Setningin the past inside the present, en þetta er setning eftir Bertolt Brecht, sem var þýskur marxisti og leikritahöfundur sem fór í sjálf-útlegð (self-exile) til skandínavíu 1933, bækur hans voru brenndar í þýskalandi og ríkisborgararéttur hans afnuminn.
Boards of Canada eru víst þekktir fyrir það að vera í sjálfs-útlegð og eru með miklar skoðannir á ritskoðun. Þó að ég hafi ekki fundið neitt efni sem styður þetta, en kannski leitaði ég bara ekki nógu vel. En hér gefur að sjá setninguna í fullu samhengi:
"The postmodern suspension of the past inside the present can actually be traced to Brecht, particularly to his realization that the rapidity of change and the increase of knowledge in the modern world have forced us to see history in a new light: not as a finalized past but as a process in which the new continuously transfigures the old."
In a Beautiful place in the Country
Mér finnst þetta eitt óhugnarlegasta lag BOC. Setningin come out and live with a religious community in the country er spiluð aftur og aftur (eða söngluð) og keyrð í gegnum undarlegan effect, sem gefur röddinni yfirnáttúrulegan blæ.
En setningin a beautiful place in the country er bein tilvísun í konu (Amo Bishop Roden) sem tilheyrði Branch Davidians söfnuðinum, og lýsti hún heimili safnaðarins í Waco, Texas sem fallegum stað í sveitinni. Einnig er lagið Amo Bishop Roden tribute til hennar og það er mynd af henni er á bakhlið smáskífunnar
Á umslagi smáskífunar sést einnig hægra auga David Koresh, en hann var yfirlýstur spámaður (prophet) Branch Davidians safnaðarins.. Þess má geta að flestir meðlimir Branch Davidians brunnu inní í umsátri við lögregluna.
The devil is in the details
fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag, en afmyndaða og brenglaða röddin er víst upptaka frá dáleiðslutíma, prufaðu að hlusta á lagið og einbeita þér að röddinni
Marcus Eoin sagði í viðtali að þeir tryðu því að það væru öfl í tónlist sem væru næstum yfirnáttúrleg, og að hann héldi að maður gæti stjórnað fólki með tónlist að það væri það sem þeir væru að reyna að gera. Að dáleiða fólk með tónlist eða földum skilaboðum sem þeir hafa viljandi sett í tónlistina. Einnig sagði hann að oftast væri þetta bara einkahúmór til að sjá hverju þeir geta laumað í lögin.
Sagt er að hægt sé að finna gullinsniðið í mörgum lögum BOC, það er notað til að ákvarða lengd á lögum, semja melódíur og stilla bylgjulengdir.
Hlustunartími Geogaddi er 66:06 mínútur
það eru 23 lög, tala sem á að vera heilög occulistum.
Boards of Canada semja víst alla sína tónlist í Hexagon Sun Studios, sem er einmitt, fallegur staður í sveitinni.
Nýjasta platan þeirra "The Campfire headphase" kom út í oktober 2005 og ber að nefna að hrekkjavaka er í Október.
Og sagði Michael Sandison þessa undarlega setningu um plötuna af því tilefni
"We usually imagine our music to have a visual element while we're writing it, so we were picturing this character losing his mind at the campfire and compressing weeks of events into a few hours, in that time-stretching way that acid fucks with your perception."
Og að lokum er það rúsinan í pylsuendanum, nýjasta smáskífan þeirra kom út í 6 júni 2006 (6/6/06)
Þetta voru allavega nokkur brot af því besta sem ég fann um BOC og undarleg skilaboðin í tónlistinni þeirra. Ég fann mest af þessum fróðleiksmolum af áðurnefndri síðu og þykir mér það ákaflega leitt að ég gat ekki fundið hana aftur, ég þýddi þetta bara og endurorðaði eftir mínu höfði. Mig langaði að vita hvort það væru einhverjir fleiri sem hefðu tekið eftir þessu.
Og til gamans skellum við inn nýjasta myndbandinu með þeim kumpánum, svona til að fólk geti fengið betri tilfinningu fyrir tónlistinni.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)