Meistari skíthælana

 

robert_loggia

Ég hef lengi haft miklar mætur á leikaranum Robert Loggia, fyrir mér er hann einna minnistæðastir í hlutverki Mr. Eddy í Lost highway, sem er einn uppáhalds gangsterinn minn úr kvikmynd (sem og lost highway er jú uppáhalds lynchinn minn). 

Ég man þegar það svo skýrt eftir því þegar hann birtist fyrst í Lost Highway, sem hinn dularfulli Mr Eddy, eina sem við vissum um hann var að Pete (hetjan okkar)  vann á bílaverkstæði sem hann átti. Svo kemur hann þrumandi inná bílastæðið, öskrandi "PETE" ... "PETIEEE!!!", með þessari rifnu dýrslegu rödd. 

Öll atriðin með honum eru algjör veisla, hann nær skítlega gansternum svo vel, en samt bætir hann svo miklu við hann með sínum einstaka hrottaskap og offorsi. 

Við skulum kíkja á smá myndbrot hérna rétt á eftir, en fyrst langar mig að segja ykkur frá því hvernig Robert Loggia fékk hlutverkið í Lost Highway. 

Þannig var mál með vexti að nokkrum árum áður en lost highway er gerð var hr Loggia var að sækjast eftir hlutverki í Wild at Heart sem er, eins og flestir vita, er einnig eftir David Lynch. 

Lynch var fastur í umferð þennan dag og Robert Loggia þurfti að bíða eftir honum lengi lengi. Loksins þegar David Lynch mætti á staðinn var Loggia orðinn svo langþreyttur á biðinni að hann hellti sér rækilega yfir David Lynch í trylltu bræðiskasti og strunsaði út. 

Nokkrum árum seinna fékk Loggia svo handritið að Lost Highway í hendurnar og heillaðist strax af hlutverki Mr Eddy, en hann hugsaði með sér "sjit, david lynch á aldrei eftir að ráða mig eftir það hvernig ég klikkaðist á hann". En hann lét slag standa og sóttist eftir áheyrnaprufu, en hana þurfti hann ekki því David Lynch réð hann samstundis, því hann var svo hrifinn af því hvernig hann einmitt klikkaðist á hann og þótti þetta mjög gott fóður í Mr Eddy. 

Jæja nóg um það. Nú skulum við kíkja á myndbrotið, ég skal setja ykkur inní málið. Pete (bifvélavirkjahetjan okkar) fer í bíltúr með Hr Eddy því að honum finnst vera skrýtið hljóð í vélinni. Þeim kumpánum tekst léttilega að stilla vélina þökk sé færni Petes. En það kemur babb í bátinn þegar ökuþór fer að reyna að taka fram úr mr Eddy með einstökum dónaskap. 

Sagan á bakvið það hvernig þetta atriði varð til er sú að David Lynch og Michael J. Anderson voru á leiðinni á tökustað Twin Peaks, þegar akkúrat sami hlutur gerist í eftirfarandi myndbroti, einstaklega dónalegur ökumaður tekur fram úr honum með tilheyrandi fokkmerkjum og fantaskap. Michael snýr sér að David og segir "hvah, ætlaru ekki að gera eitthvað í þessu?". David svaraði að þótt hann vildi kenna honum að keyra almennilega hefði þeir ekki tíma því þeir væru að verða of seinir í tökur. 

Svo nokkrum árum seinna sér Micheal lost highway og áttar sig á því hvað David átti við með kenna einhverjum að keyra almennilega, því atriðið er jú hliðstæða bílferðar Michaels og Davids. En kíkjum loksins á atriðið. 



Þarna sést hinn magnaði Eddy í öllu sínu veldi. Skiljið þið hvað ég afhverju ég elska hann? :D

Ástæðan fyrir þessari færslu er sú að fyrir nokkrum dögum horfði ég á myndina Wild 7, en Robert Loggia leikur þar viðbjóðslegan skíthæl, kynþáttahatari sem gerir akkúrat það sem honum sýnist, hann drepur fólk ef honum er illa við það og kemur sökinni á vini sína og fleira ánægjulegt í þeim dúr. Maðurinn er einfaldega svo hrikalega magnaður í myndinni að hann stelur senunni algjörlega, ég stóð sjálfan mig að því að alltaf bíða eftir meiri atriðum með honum. Ég gróf upp trailer á youtube en hann segir afskaplega lítið um karakterinn sem hann leikur... myndin var alveg ágæt svosem, en ég ætla að vara þig við því að endirinn er massíft letdown... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Loggia var líka hrein snilld í vampýrumyndinni 'Innocent Blood'.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.6.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

fylgdist lítið sem ekkert með sopranos þannig að ég hef aldrei séð hann þar :(... en Innocent blood sá ég á sínum tíma og hún skipast háan sess hjá mér í dag fyrir fullkomið post'80's cheesefest

Davíð S. Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: kiza

Loggia er eðaltöffari ;) 

Ég er snúin aftur frá Vestfjörðum, um að gera að taka chillið á þetta í kvöld kannski..? Venture Bros, ayay? ;) 

kiza, 2.6.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband