Því úrkynjaðra og viðbjóðslegra... því betra?

Í gær lá ég heima með flensu og hita... kærastan mín var nýflogin til berlín á árshátíð þannig að ég lá heima einn. Ég lá uppí rúmi í sveittu móki til klukkan að verða 5.

Ég staulaðist veiklulega á fætur og náði að með herkjum að leggjast uppí sófa og kveikja á sjónvarpinu. Tófa, stálpaði kettlingurinn okkar, kom umsvifalaust til mín, malandi og heimtaði að fá klapp og klór bak og fyrir áður en hún lagðist í kjöltuna mína og sofnaði værum svefni hinna saklausu.

Ég greip fjarstýringuna og með skjálfandi höndu kveikti ég á myndinni "Untraceable". Myndin sem slík var í meðallagi, bara enn einn "við erum í kapphlaupi við tímann áður en ótrúlega færi raðmorðinginn drepur allt sem okkur er kært" söguþráðurinn. Hún bætti litlu við flóru slíkra mynda. En hinsvegar varpaði hún fram einstaklega áhugaverðum punkti varðandi þróun internetsins.

Allt frá því að internetið fór að verða aðgengilegra almenningi hafa tveir hlutir verið einna vinsælastir, klám og hverskyns viðbjóður. Maður getur fundið hvað sem hugurinn girnist á internetinu, hvort sem það er kúkaklám eða aftökur. Þú getur fundið upptökur af sjálfsmorðum, bílslysum, lestarslysum, morðum, hverskyns limlestingum osfrv osfrv.

Við höfum öll einhverntíma kíkt á slíkt efni, sumir meira en aðrir. Okkur virðist þyrsta í blóð og ofbeldi. Þegar maður les greinar í blöðunum um ofbeldisverk og nauðganir, þá langar manni í krassandi lýsingar og því grafískara því betra.

Sem dæmi horfði ég á rússneskann hermann (samkvæmt lýsingunni á vídjóinu) skorinn á háls, hann lá á jörðinni og hnífnum var stungið í gegnum hálsinn á honum og hann ristur upp, og maður sá aumingja manninn gefa upp öndina á örfáum andartökum. Maður horfir á vídjóið, segir etv "ji minn" eða "foj barasta". Verst þótti manni að vita ekki aðdragandann að þessu eða bara hvur fjárinn var í gangi þarna.

Sjaldan ef ekki aldrei hefur maður velt því fyrir sér hver þessi maður var, hvar ólst hann upp og hvernig persóna var þetta? Átti hann börn eða kærustu? Nei, manni þyrstir í viðbjóðinn.

Í fyrrnefndri kvikmynd (untraceable) er blessaður vondi raðmorðingjinn að drepa saklaust fólk, á þann hátt að hann varpar öllu á internetið, þ.e.a.s með webcam og svo er hann með tengdar græjur við tölvuna sem drepa fórnalambið hraðar eftir því sem fleiri skoða síðuna.

Í kjölfarið á þessu fór ég í heilmiklar vangaveltur um mannvonsku almennt. Við erum jú versta og grimmasta skepnan á jörðinni. Við gerum hræðilega hluti ofan á hræðilega hluti. Hvort sem það er efnahagslega, mannréttindabrot eða hverskyns óskiljanleg ofbeldisverk.

Manni er farið að líða eins og agnarlitlu rykkorni, sem hefur ekkert að segja með framvindu mála og er algjörlega máttvana til að breyta einu eða neinu. Hver önnur fréttin um hræðileg verk mannvonsku, hvort sem þau eru framin í nafni trúar, lands eða bara einfaldlega til að svala auðvirðilegum fýsnum okkar.

Þótt að manni sé nauðgað eða maður laminn í klessu eða maður snuðaður um réttmæta meðferð af lögreglunni. Þá yptir fólk bara öxlum, les kannski um þetta í blaðinu og meira gerist ekki.

Sem dæmi má nefna íslenska dómskerfið, sem er fullt af misræmi varðandi dóma í ofbeldis og nauðgunarmálum. Ef ég reyni að flytja inn glás af e-pillum má ég búast við þyngri dóm heldur en ef ég nauðgaði einhverjum á hrottafenginn hátt.

Fjööööölmörg fórnalömb í kynferðisbrotamálum fá aldrei uppreisn æru né eiginlegt réttlæti... Og hvað með alla fangana í Írak og Guantanamo?

Já lesandi góður, við skiptum svo sannarlega engu máli í augum heimsins, við erum bara enn ein talan í tölfræðinni.

Að lokum ætla ég að benda ykkur á hann Steve Kurtz, sem er enn eitt fórnarlamb Bandaríkjastjórnar þessa dagana

http://en.wikipedia.org/wiki/Steve_Kurtz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kiza

Ah, kannski spursmál að kíkja á þessa steve kurtz heimildamynd í kveld, svona rétt á eftir ANTM ep.9 og Battlestar s4e2 ;)

 einnig er minnst á þessa hegðun okkar í nýja south park, þar sem randy er orðinn óhæfur um að fróa sér nema að nýta sér ýmis myndbönd af netinu, þ.a.m. 'brazilian fart porn' og 'japanese chicks puking on each other'  ;)

fyndið hvað maður de-sensitizast fljótt... 

kiza, 19.4.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heimurinn hlýtur að fara beztnandi einhverntíman, getur ekki sokkið svona að eilífu...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.4.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: María

140582 var með hugan við hugsanlega nýja hárgreiðslu og fötin sem hún ætlaði að kaupa í útlandinu - vá hvað ég hætti bara við - nr. ? ert þú?

María, 21.4.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

nr hvað?

Davíð S. Sigurðsson, 21.4.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: halkatla

ég horfi ekki mikið á blóðugan viðbjóð og alls ekki á morð, en ég dýrka Rock of love þáttinn, það er nokkurnveginn það sama (slæmt fyrir augun)

halkatla, 21.4.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband