Lítil kettlingagrey

Jæja... loksins koma myndirnar ;)

Hér gefur að sjá hana Luci, aðeins 2 dögum áður en hún eignaðist litlu greyjin... eins og sjá má er hún orðin ansi hlunkaleg...

Luci ólétt

Hérna kúra litlu greyjin, fyrst gaut Luci þeim undir rúm, þannig að við þurftum að bjarga þeim á notalegri stað ;)

kettlingagrey 2

kettlingagrey 1

Afskaplega væri notalegt að kúra svona núna *geisp*

 lúrað

Hana... nú ætti Anna K að verða kát og glöð.... LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

awww þeir eru ekkert smá yndislegir og fagrir - maður er bara orðin rosastolt frænka hérna. Knúsaðu þá fyrir mig þegar þeir verða nógu stórir  (mátt klappa þeim í millitíðinni)

við Kassí og Karítas biðjum að heilsa, eða ég og skápaskrímslin ógurlegu (ég fæ varla að halda á eigin ömmubarni þá verður mamma hennar alveg óð, þær hanga bara inní skáp í svakalegum makindum)

ég sé ykkur síðan um áramótin, þá kem ég með amk Benný í heimsókn að skoða afkvæmin, verðiði ekki í bænum þá?

halkatla, 18.12.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

nei :O komum ekki aftur fyrr en 8 jan, þannig að því miður missum við af þér ;(

en leiðilegt að heyra að Kassí bregðist hin versta við þegar þú reynir að handfjatla litla krílið, Luci er hin rólegasta þegar við höldum á þeim... nema þegar þeir mjálma mikið, þá mjálmar hún ámjátlega á móti ægilega áhyggjufull :)

Davíð S. Sigurðsson, 18.12.2007 kl. 01:47

3 Smámynd: halkatla

málið er að Kassandra hefur alltaf verið stressuð, en að sjá einhvern annan með kettlinginn sendir hana næstum því yfirum og hún reynir að verja skápinn ef hún sér mig nálgast hann, hehe, þess á milli er hún sjálf ægilega kelin og blíð einsog lítill kettlingur sjálf

halkatla, 18.12.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Bara Steini

OMGOMGOMGOMGOMG    Jólaenglarnir mættir....

Bara Steini, 24.12.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: kiza

Jólakisur !!!!!

 Ég sver það...ef ég ætti stærri íbúð....og ekki jafn athyglisfrekan fress ;)

kiza, 29.12.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband