Færsluflokkur: Kvikmyndir

Stumblaði á Pleix

Ég var að kynnast mjög athyglisverðu "fyrirtæki" eða ... ég veit ekki alveg hvað þeir kjósa að kalla sig.

En áður en við komum að því langar mig að kynna ykkur, þau sem ekki vita, fyrir StumbleUpon. Sem er snilldar toolbar sem hægt er að setja í vafrann sinn, en maður byrjar á því að velja sér hvaða flokka manni líst best (t.d tónlist, list, osfrv). og svo færðu lítinn takka í vafrann og alltaf þegar þú klikkar á hann þá færðu upp einhverja handahófskennda síðu innan þeirra flokka sem þú valdir þér, og þar að auki hefur maður möguleikann á því að kjósa um hvort manni líki vel eður ei og vistast þær stillingar þannig að forritið aðlagar sig að þér... en nóg um það

 Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég hjá þáverandi umsjónarkennara mínum nokkur myndskeið í stafrænu formi. Eitt var myndband með Plaid, annað kallaðist "Beauty Kit for little girls" og enn annað hét Simone... og fannst mér þau einstaklega frumleg, og flott myndskeið. Og fyrir náð Stumble tókst mér að finna (handahófskennt) fyrirtækið sem framleiddi áðurnefnd myndskeið. 

Þetta fyrirtæki ber nafnið "Pleix" og stendur á heimasíðu þeirra að þeir séu "virtual" fyrirtæki (íslensks orð óskað, sýndarveruleika fyrirtæki hljómar ekki vel né rétt), samfélag stafrænna listamanna í París (vi vi). Sumir þeirra eru þrívíddarlistamenn, aðrir í tónlist eða grafískir hönnuðir. Og að síðan sé vettvangur þeirra til að miðla sköpunarverkum  sínum frá sér. 

Annað kemur ekki fram á síðu þeirra  fyrir utan torskilda kynningarmynd.

En engu að síður eru myndskeiðin sem þarna er að finna ákaflega falleg og heillandi. Lítum á nokkur dæmi

 

myndband við lagið "Birds" eftir Vitalic, hreint út sagt snilldar hugmynd, mjög einfalt en hrikalega grípandi vídeo... 



myndband við lagið "Itsu" eftir meistara Plaid, sjúkega flott vídeó, þetta skipar sér sess með uppáhaldsmyndböndunum mínum



Beauty kit for girls (gæti farið fyrir brjóstið á viðkvæmum), óhugnarleg ádeila á fegurðardýrkun samfélagsins

 

hmm.. kannski að ég ætti að tína saman flottustu myndböndin sem ég hef séð einhvurndaginn og pósta þeim ;)  

 Fátt finnst mér athyglisverðara en sköpunargáfa mannskepnunar og þörfin fyrir því að búa eitthvað "ónothæft" til ;) 


DJ Rix löðrandi sveittur

hér má heyra upptöku af þætti gærkvöldsins ;)

 http://mp3.breakbeat.is/breakbeat/bbis/breakbeat.is-2007-11-21.mp3

 


Dayman!

Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkra daga núna.

Forsaga klippunar sem hér fylgir með (fyrir þá sem ekki hafa fylgst með Its always sunny in Philadelphia) er sú að "gengið" ákvað að stofna hljómsveit, en endalaus ágreiningur um stílmynd og stefnu varð til þess að Charlie (þessi með málninguna á nefinu) var rekinn úr sveitinni eftir að hafa samið lag sem hét "Nightman" og fjallaði um það hvernig Charlie umbreyttist í einhverra myrkraveru á kvöldin (sbr Nightman), en eitthvað tapaði það sér í textasmíðinni og hljómaði lagið eins og það væri um mann sem brytist inn til þín og nauðgaði þér (you pin me down with your powerfull arms and COOOMEEEE INSIDEEE MEEE).

Þá reyndi restin af bandinu að fá Dennis til liðs við sig, en Dennis vildi bara spila 80's glam rock, sem útskýrir múnderinguna á honum. og fyrir vikið var honum vísað á brott.

Dennis æðir heim til Charlie, sem er "living in a world of darkness", þ.e hann situr heima hjá sér umsveipaður myrkri, spilar þunglyndisleg lög um það afhverju Nightman yfirgaf hann og sniffar úðabrúsamálningu (sem útskýrir hvíta nefið). 

Og fyrir tilstilli kraftaverkana verður þetta meistarastykki til útfrá því að Dennis finnst fulldimmt heima hjá Charlie og dregur frá gluggatjöldin, og þá fær Charlie hugmynd...

 

update: upprunalega klippan hafði verið fjarlægð af YouTube, þannig að ég gróf þessa upp, hún er að vísu með Nightman og Dayman samtvinnað í eina klippa, ekki skemmir það fyrir ;) 

 


DJ Rix fer hamförum

Hvet alla sem hafa gaman af klassísku dark step til að hlusta á X-ið í kvöld, þar mun enginn annar hinn heimsfrægi plötusnúður Rix spila frá kl 22:00-24:00 og mun hann spila gamla senu slagara frá 96-98!

tjekk it!  


Rækjur og hvítvín

Í tilefni af því að það var loksins að byrja ný sería af The Tim and Eric Awesome show Great Job fannst mér tilvalið að rifja upp nokkra gamla takta ;)

 


úúúúújeeeee rækjur og hvítvín, held að ég gerist sekur um að panta mér eina svona húfu

Meira af Smáís

Jæja, gaman að sjá að Smáís fasistarnir eru búnir að fá lögin með sér í lið og loka vefsíðu sem gerði ekkert rangt af sér. hún hýsti aldrei höfundavörðu  skrárnar.

Eins og áður sagði er ég eftir fremsta megni að að reyna að hætta viðskiptum mínum algjörlega við þetta fyrirtæki og hvet ég alla til að gera hið sama. verslið sem mest erlendis fyrir jólin!

Fyndna er að torrent.is hlýddi alltaf kröfum smáis til að hindra dreifingu á íslensku efni. hvað gerðist? það er allt fáanlegt annarstaðar núna.

bendi fólki á www.thepiratebay.org , þarna er hægt að sækja hvað sem hugurinn girnist.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáís, þú varst endanlega að missa viðskiptavin;)

Jæja, nú hef ég endanlega tekið þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að hætta öllum viðskiptum mínum við smáís og innlenda dreifingaraðila. Og kom sú ákvörðun í kjölfar þessarar greinar

http://smais.is/template25024.asp?pageid=4707&newsid=9025

Fyrirlitningin og orðbragðið í þessari grein gagnvart þeim markhópi sem ég tilheyri nær engri átt. Þetta er illa ígrunduð grein sem notast við óáreiðanlegar heimildir (sbr Radiohead hefur neitað að staðfesta allar "rannsóknir" á hagnaði nýju plötunar þeirra). Og enn fremur er greinarhöfundur ekki betur að sér í kollinum að hann skrifar "nýskur". Augljóslega fáfróður bjáni þarna á ferð.

Gott og vel, ég veit að þið viljið ekki að það sé dreift höfundavörðu efni ólöglega, þá sérstaklega íslensku. Íslenskur tónlistar og kvikmyndargerðarmenn eiga alla mína samúð í þeim efnum. Ef ég sjálfur væri að gefa út plötu eða kvikmynd vildi ég náttúrlega að fólk borgaði fyrir það sem ég hefði lagt mikið fjármagn og vinnu í. En þýðir það, þó myndin eða tónlistin sé aðgengileg öllum á netinu að kostnaðarlausu að enginn eigi eftir að kaupa hana? Hefur dvd og geisladiska sölu hrakað gífurlega eftir að þessi tækni varð notendavænni og aðgengilegri hinum meðalmanni?

Eða hefur sölunni hrakað eftir því sem menn hafa hækkað verðið aftur og aftur án þess að gefa manni nokkuð meira fyrir peninginn? Ég get persónulega ekki svarað því þar sem ég hef ekki gögnin til að styðja fullyrðingar mínar.

En þarna er höfundur greinarinnar að skíta yfir ansi stórann hóp af fólki.

En hafa þeir einu sinni reynt einhverjar aðrar leiðir? Halda þeir virkilega að það sé raunhæfur möguleiki að hafa einhvern hemil á þessu? Milljónir manna um allann heim eru að þessu í þessum töluðu orðum. Þetta er augljóslega mjög stór markaður þarna á ferð.

Ég persónulega hef uppgötvað ógrynni af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á netinu sem ég hefði annars ekki haft hugmynd um að væru til. Og flest af þessu er ófáanlegt á almennum íslenskum markaði (nema þá í nexus, menn á þeim vígstöðvum eru ötullir í hafa úrvalið sem mest). Sumsé p2p tæknin er þarna mjög góð kynningarleið fyrir listamenn sem annars hafa ekki efni á rándýrum auglýsingarherferðum og þ.h.

Sem dæmi um hluti sem ég hef uppgötvað í gegnum skráardeilingu í netinu, og keypt í kjölfarið vegna þess að ég varð einstaklega hrifinn af:

The Ordeal

Hard Candy

Mysterious skin

Spaceghost coast 2 coast

Sealab

Venture Brothers

Harvey Birdman attourney at law

Peepshow

That Mitchell and Webb look

Jam

Brass Eye

The day today

Listinn er alls ekki tæmandi, sumt af þessu hefur þó komið út í íslenskri útgáfu en það hefur yfirleitt verið mánuðum eftir að ég hef fest kaup á gripnum.

Ég á sjálfur mjög stórt dvd safn. og héðan í frá ætla ég eingöngu að panta alla mína dvd af netinu eða versla þá í nexus, og hvet ég alla til að gera hið sama, en varist íslenskar útgáfur af mynddiskum, sérstaklega í ljósi þess að íslenskar útgáfur af dvd diskum eru oft mjög slakar, yfirleitt í 4:3 ratio (sem þýðir að þær eru croppaðar úr 16:9). Lítið af aukaefni osfrv.  Og síðast en ekki síst eru þær fokdýrar.

Einnig ber Smáís augljóslega enga virðingu fyrir mér sem kúnna og opinberlega fyrirlítur mig á heimasíðu sinni, og hef ég engann áhuga á að eiga viðskipti við Smáís lengur.

Bendi ég fólki á eftirfarandi síður eða verslanir til að versla sér dvd eða hvað sem hugurinn girnist

Nexus, Hverfisgötu 103
sími 552 9011, 552 9012

http://www.amazon.com Síðan þeirra í bandaríkjunum

http://www.amazon.co.uk síðan þeirra í bretlandi

http://www.amazon.dk síðan þeirra í danmörku

http://www.hkflix.com síða með gífurlegt úrval af rare og non-mainstream efni.

http://www.yesasia.com Asísk síða með ógrynni af ódýrum dvd

osfrv osfrv, ef þið rekist á aðrar góðar síður þá megið þið endilega benda mér á þær.

Update:

Og hér var ég að rekast á aðra grein um þetta sama mál http://www.sfjalar.net/2007/11/09/um-bolugrafna-tolvunotendur-me%c3%b0-bremsufar-i-buxunum/

 


Tom Cruise búinn á því, Cyriak Harris löngu búinn á því

Var að sjá það á TheNewsRoom að Tom Cruise er að eyða uþb 10 milljón dollurum í að byggja neðanjarðarbyrgi undir húsinu sínu... sumir segja að hann sé að undirbúa sig fyrir innrás frá geimverum... 

 

Ég uppgötvaði einstaklega skemmtilegan listamenn seint í gærkvöldi þegar ég hefði átt að vera löngu farinn að sofa, sem sýnir það að það borgar sig ekki að fara að snemma að sofa ;)

En þetta er listamaðurinn Cyriak Harris frá Bretlandi, og er hann einn sá súrasti sem ég hef komist í  kynni við, hann sagði í fréttaviðtali að hann væri einfari og ef internetið væri ekki til þá sæti hann líklega bara einn heima og horfði á þetta sjálfur, sem sýnir hvað internetið er að verða hentugur miðill fyrir listamenn og svipaða kóna. 

hérna eru nokkur verk eftir hann, og mæli ég með að þið kíkjið á http://www.cyriak.co.uk  og gleymið veruleikanum í stutta stund ;)

 Scratchzilla, mér finnst þetta svo endalaust fyndið, sérstaklega svipurinn á godzilla, hún er svo úrill og fúl...

 



ROBOGRANNIE

 



Beastenders...skelfilega súrt

 

 



Og síðast en ekki síst er það animation mixið hans, sem samanstendur af fullt af litlum "sketchum" sem hann hefur gert. 

 

 



Hvet ég alla eindregið til að kynna sér þennan athyglisverða listamann frekar ;)

Hraðbraut Táranna

Hraðbraut 16 er í Bresku Kolumbíu innan ríkja Canada.Hún hefur fengið viðurnefnið "Hraðbraut Táranna" sökum þess frá því árinu 1988 hafa 32 konur fundist látnar eða horfið á óútskýranlegan hatt á þessum 800km spotta á milli Prince George og Prince Rupert. Þessir glæpir hafa lítilega eða ekkert verið rannsakaðair. 

Í kjölfar samkomu sem var haldin í Prince George í Mars 2006, hafa íbúar í dreifbýliKana með fram hraðbrautinni barist fyrir því að fá betra samgömgukerfi sem myndi minnka fjölda ungra kvenna sem ferðast á puttanum.

Þaðan af spratt út rannsókn á morðum, eða hvarfi 9 kvenna á aldrinum 14-25, sem hafa fundist/horfið frá árinu 1974, sem voru að "húkka" sér far á hraðbrautinni.

Talið er að sami maður beri ábyrgð á morðunum... 

Síðan þá hefur rannsókn lögreglunar og þeir eru búnir að tengja 9 konur í viðbót sem hafa líka horfið í kringum Canada, þannig að svo virðist sem að morðingjinn ferðist um Canada og myyyyyrði 

Hér er hægt að sjá frétt um málið sem útskýrir þetta nánar 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband