Furðuleg viðhorf frambjóðanda L-Listans

Rambaði inná bloggfærslu hjá frambjóðanda L-listans, þar sem frambjóðandinn fer með offorsi og fordómum gegn fólk sem vill fá umræðu um lögleiðingu kannabis-efna. 

Lítum á nokkur gullkorn 

Hér svarar áðurnefndur frambjóðandi gagnrýni á lögbann kannabisefna

"L*** heilinn minn er allavega ekki illa steiktur af hassreykingum.

P***, það er ekki að ástæðulausu sem að kannabisefni eru ekki leyfð hérlendis, og ég hef ágætis þekkingu á afleiðingum kannabisreykinga. Við erum að tala um ólöglegt efni og lögreglan er að standa sig mjög vel í að uppræta þau."

Jæja kjósendur góðir, það er ekki glæsilegt álitið sem frambjóðandinn hefur á kannabisneytendum, sem eru samkvæmt mínum skilningi aldeilis að vaxa fiskur um hrygg þessa dagana. Markaðurinn flæðir af íslenskt ræktuðu grasi og ekkert lát er á eftirspurninni... Það er nokkuð ljóst að þetta verður ekki stoppað, og þykir mér því frambjóðandinn ekki bjóða upp á neinar rökréttar lausnir á vandanum annað en BANNBANNBANN, og þar af leiðandi allir kannabisneytendur glæpamenn.

Kíkjum á næsta dæmi.

"Það eru nú fleiri hliðar á málinu en þín Lárus, og enginn stjórnmálaflokkur hefur á stefnuskránni að lögleyða kannabisnotkun/framleiðslu. Ég er búin(n) að fá nóg af lögleysi og siðleysi hér á landi þar sem fremstir hafa farið fjárglæpamenn."

Jahá, Mér finnst fátt meira óþolandi þegar ríkisstjórnin ætlar að hafa vit fyrir mér, það kemur siðleysi ekkert við hvort fólk notar kannabisefni eða aðra vímugjafa, hvernig rökstyður fólk að það sé siðlausara að nota eitt efni heldur en annað? Afhverju á ríkisstjórnin að ákveða hvaða tegundir af vímugjöfum ég nota? ég meina... það er nokkuð ljóst að þeim er sama um skaðsemi vímugjafans því að jú áfengi skaðar þig mest hlutfallslega. Og fyrst að lögreglan er svona dugleg við að uppræta glæpi, afhverju er ekki búið að uppræta siðspillingu í íslenska stjórn og fjármálakerfinu eða að minnsta kosti sækja einhvern til saka? 

 

Jæja höldum áfram

 

"því miður þekki ég alltof mörg dæmi þar sem fjölskyldur fíkla sem og fíklarnir sjálfir liggja í valnum eftir neyslu sem byrjaði bara með smá kannabisfikti. Ég er á því að þeir sem ekki geta búið við íslensk lög hvað varðar vændi dóp og fjárglæpi eigi allir að flytja úr landi þangað sem þeirra lífstíll er viðurkenndur, og leyfa heiðarlegu fólki að búa hér í friði."

 

Hananú, fólk sem notar ólöglega vímugjafa er siðspillt og óheiðarlegt í alla staði og ekki velkomið á íslandi, takk L-listinn. Flestir þeir sem ég þekki og hafa verið í vímuefnaneyslu kynntust vímunni einmitt í gegnum SÍGARETTUR, níkótín kikkið opnar augu margra fyrir annarlegu hugarástandi. Sumsé óraunhæf rök og ruglingsleg. 

 

"Enginn stjórnmálaflokkur er á því að lögleyða kannabis og þið sem eruð í kannabisneyslu megið mín vegna flytja til Hollands."

 

Enn og aftur ítrekar frambjóðandinn að fólk sem notar ólöglega vímugjafa sé ekki velkomið á íslandi

 

"P*** allir þeir sem aðhyllast lögbrot og siðleysi er velkomið að snauta sér sem fyrst úr landi, annaðhvort til Hollands eða einhverja eyja þar sem að stórþjófarnir fela sigAngry Við þurfum ekki á neinu glæpahyski að halda sem vilja lögleiða glæpina!"

 

Glæpahyski...já, þetta er ekki svaravert einu sinni

 

"ertu virkilega að halda því fram að ástæða banns USA á kannabis sé vegna þess að stjórnvöld geti ekki skattlagt efnið? Er þetta nú ekki aðeins og steikt viðhorf hjá þér?"

 

ahh allir þeir sem aðhyllast lögleiðingu og afnum forræðishyggju eru svo steiktir ;) 

 

"Er ekki nóg að hafa áfengi sem vímuefni? En allavega höfum við fengið úrval af steiktum viðhorfum hér á síðunni, ég ætla að fjarlæga allar kannabis auglýsingar sem hér eru að birtast með linkum sem hvetja til þess að fólk steiki heilann á sér með þessu. og ég loka einnig á þær ip tölur sem eru að auglýsa þessar síður."

 

abb-a-babb ritskoðum öll mótrök á brot! 

 

"ég er nú ekki fædd í gær og hef séð ömurlega steikta einstaklinga af hass/marihjuana neyslu. Réttast væri fyrir eiturlyfjaneitendur að flytja eitthvert þar sem þeir fá að vera í friði með sína neyslu og ræktun, og leyfa okkur hinum að byggja hér upp þjóðfélag að nýju sem tekur á öllum glæpum"

 

Já... ykkur hinum... Og svo að lokum er það rúsínan í pylsuendanum

 

"Það hefur verið ömurlegt að  að heyra alla þá sem styðja lögleyfingu glæpa hér á landi tjá sig. Í kjölfar bankahrunsins höfum við setið undir allskonar hvítflibbagaurum sem verja glæpi sína og brjálast yfir því að bankaleynd verði aflétt,  perrar sem skaða börn hika ekki við að réttlæta glæpinn með allskonar útúrsnúningum. Innbrotsþjófur sem nýlega var gripinn á heimili skammaðist sín ekkert fyrir verknaðinn hann yrði að gera þetta því að hann hefði fyrir tveimur börnum að sjá. Og útúrsnúningar hasshausa hér á síðunni hafa verið með ólíkindum. Siðblindan sem einkennir glæpamenn og mjög oft fíkla er geðsjúkdómur sem fjölskyldur fíklanna og núna öll þjóðin líður fyrir. Siðblindir einstaklingar hugsa bara um sjálfan sig og enga aðra, Það er hægt að fræðast um Siðblindu á vefum sem fjalla um geðsjúkdóma og ég hvet fólk til að gera það. Við verðum að skera upp herör gegn siðblindu, það gengur ekki lengur að öll þjóðin líði fyrir þennan geðsjúkdóm!"

 

Hananú vímuefnaneytendur, barnaníðingar, stórglæpamenn settir undir einn hatt og stimplaðir siðblindir geðsjúklingar og hótað herör gegn öllum geðsjúklingunum... Fyrir mitt leyti treysti ég ekki frambjóðendum sem haga sér svona og setur þetta svartann blett á hans flokk. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég er þeirrar skoðunar að lögleiða ætti kannabisefni hér á landi.  Nú þegar er stór hluti efnanna framleiddur hér á landi.  Svo ekki þarf gjaldeyrir til að kaupa þau erlendis og smygla þeim inn í landið.  Það er tóm vitleysa að stöðva þessa framleiðslu.  Því að á meðan eftirspurn er eftir þessum efnum, munu alltaf einhverjir sjá til þess að þeirri eftirspurn verði mætt.

Jakob Falur Kristinsson, 27.3.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Sleepless

hér er linkur á bloggið hjá kellu http://alit.blog.is/blog/alit/entry/836994/

Annars veit ég ekki hvaða flokk ég kem til með að kjósa en ég veit fyrir víst að L-Listinn fær ekki mitt atkvæði og berst ég fyrir því að láta vini og vandamenn vita að alveg sama hvað á það ekki að kjósa L-Listann!

Sleepless, 29.3.2009 kl. 16:31

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Vill bara benda ykkur á það að Guðrún verður einn af 126 frambjóðendum listans.  Hvorki í þessu framboði né nokkru öðru mun fólk vera sammála um vímuefnalöggjöfina.  L-listinn sem framboð tekur ekki afstöðu til þessa máls og ekkert annað stjórnmálaafl gerir það.

Ég mun sjálfur vera á lista í suðurkjördæmi og ef þetta er eina málefnið sem þið viljið nota til að taka afstöðu um hvað þið ætlið að kjósa þá get ég bent ykkur á þetta og þetta.

Einnig er atriði í kosningalöggjöfinni sem er sniðugt til að láta í ljós afstöðu sína til eins frambjóðenda sem er kallað útstrikanir.

Svo vil ég við það síðasta taka það fram að L-listinn er bandalag óháðra frambjóðenda.  Við erum ekki bundinn af einhverri flokkslínu heldur vinnum eftir eigin sannfæringu.  Til að auðvelda okkur samstarfið var ákveðið að hafa ákveðin sameiginleg markmið sem hægt er að lesa hér.

Kveðja

Axel Þór Kolbeinsson, 31.3.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband