11.8.2008 | 19:27
Meira af samkynhneigð og trúmálum... Þá sérstaklega kristnum
Afhverju er samkynhneigð, þá sérstaklega giftingar samkynhneigða, svona rosalega mikið hitamál hjá kristnum?
Nú, í biblíunni eru nokkrar mjög óljósar aðdróttanir gerðar að samkynhneigðum, þar sem þeim er líst sem "afskræmingu" (abomination)...
Afhverju ákveða flestir heittrúaðir að einbeita sér að þessu með þvílíku offorsi að ég hef sjaldan séð annað eins (t.d www.godhatesfags.com.
Hvað með allt hitt í biblíunni? Ég hélt að þetta snerist allt saman um kærleika, umburðarlyndi og almenna góðmennsku gagnvart meðlifendum sínum?
Ekki um að það rífa niður minnihlutahóp sem hefur akkúrat ekkert gert til að eiga það skilið, annað en að vera með aðeins öðruvísi kynhneigð heldur en restin af okkur?
Mér finnst stríð "kristinna" gegn samkynhneigðum (sem annara trúabragða) vera algjörlega óforsvaranlegt og óafsakanlegt, hvað í fjandanum er að ykkur?.
Öll möguleg rök fyrir þessu falla algjörlega um sjálft sig.
"Samkynhneigð er óeðlileg" -> afhverju fyrirfinnst hún þá í dýraríkinu?
"Guð segir abb-a-babb" -> Afhverju grýtið þið þá ekki börnin ykkar fyrir óhlýðni eða drepið bara samkynhneigða sjálf?
Come on, afhverju getið þið ekki bara sætt ykkur við þetta? afhverju þurfið þið að nota trúarbrögð til að réttlæta eigin fordóma og hommafælni?
Er það virkilega svo ótrúlegt og rangt að 2 af sama kyni getið fundið ástina?
Fólk sem hagar sér svona eins og sumir "trúaðir" gera, eru ekkert annað en fordómafullir hálfvitar, heyriru það? ÞÚ ert hálfviti í mínum augum, fífl með óréttlætanlegar skoðanir byggðar eingöngu á fordómum og óljósum versum úr 2000 ára gamalli bók sem er uppfull af fallegum boðskap og kærleika, og ÞÚ ákveður að hatast við samkynhneigða með guð að vopni?
hálfviti
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 12.8.2008 kl. 10:13 | Facebook
Athugasemdir
uss það urrarr bara manni kynvillan við þennann lestur.
Bara Steini, 12.8.2008 kl. 00:35
Þessi pistill er nú bara viðurstyggð....
p.s það halda víst einhverjir á Nesk að ég sé gay - mér finnst það bara sniðugt
halkatla, 12.8.2008 kl. 09:12
Þessi pistill er engann veginn stílaður á kristlinga í heild, eingöngu fíflin sem kunna ekki að haga sér... Hvað er svona viðurstyggilegt við pistillinn Anna mín?
Davíð S. Sigurðsson, 12.8.2008 kl. 10:11
DoctorE hefur sett fram þá tilgátu að þeir sem eru hvað harðastir í hommafóbíunni séu í raun laumuhommar sem eigi eftir að koma út úr skápnum. Minnir hann hafi þó nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.
Svo er líka merkilegt hvað margir bókstafstrúarmenn eru á móti samkynhneigðum karlmönnum en samkynhneigðar konur eru hvergi fordæmdar.
Merkilegt hvað kennisetningar trúarbragða, sem ættu að vera nokkuð fastmótaðar, geta verið túlkaðar á alla vegu eftir eigin hentugleika. Td. allir þessir kristnu sértrúarkult út um allt, og allir vissir um að þeir einir hafi rétt fyrir sér í sinni túlkun og allir hinir séu eitthvað að misskylja biblíuna.. right.
Arnar, 12.8.2008 kl. 12:59
já reyndar er þessi kenning doktorsins búinn að vera prófuð... og viti menn, rannsóknir benda einmitt til þess að þeir karlmenn sem eru hvað mest í nöp við samkynhneigða æsast mest við hommaklám... go figure ;)
Davíð S. Sigurðsson, 12.8.2008 kl. 14:46
ahh takk fyrir frábært innlegg hr Andri
Davíð S. Sigurðsson, 12.8.2008 kl. 19:12
bara svona yfirþyrmandi orð við yfirþyrmandi pistil
ég þýði "abomination" sko alltaf viðurstyggð (en þú "afskræming") - ég var ennþá með það atriði í huga þegar kom að kvitttíma
halkatla, 12.8.2008 kl. 23:48
hin yfirþyrmandi Anna allir saman *klappklappklapp*
Davíð S. Sigurðsson, 13.8.2008 kl. 10:55
Aðrir hlutir sem flokkast sem 'viðurstyggð'/abomination unto the lord skv. Leviticusarbók Gamla Testamentsins:
*Að vinna á laugardögum (Dabbi, við erum fucked frá byrjun hérna)
*Að klæðast fötum úr gerviefni/blönduðum efnum .
*Rækjur, humar, kræklingur og hvers kyns skelfiskur (ef humarát kemur mér í helvíti then so be it)
*Konur á túr (jæja, þar fór helmingur mannkyns...)
Svo kemur bara alls konar tl;dr rugl um fórnir og hvernig eigi að framkvæma þær (afskaplega heiðingjalegt allt saman), guð er víst voða hrifinn af blóði og innyflum og brunalykt af þvíumlíku.....hljómar nú frekar scary fyrir mér ef ég á að vera alveg heiðarleg.
Lið sem reynir að nota Leviticusarbók sem einhver 'rök' fyrir homophobiu ætti þ.a.l. að athuga merkingarnar á fötunum sínum, og banna rækjukokteila og grillaðan humar á heimilum sínum, jú og auðvitað læsa kerlingarnar úti í skúr eða í kolakjallaranum þegar þær fara á túr.. :P Svo ótrúlega vitlaust að maður skilur ekki hvernig fólk getur nokkuð mark á þessu tekið.
kiza, 13.8.2008 kl. 12:57
krakkar mínir, eftir að Jesú kom þá er ekki ætlast til að þessi fornu lög séu notuð, kristnir menn sem nota þau frekar en kærleiksboð Krists eru að syndga
sorrí - ég varð
halkatla, 17.8.2008 kl. 13:22
það er það sem umræðan snýst um Anna mín, hvernig sumir krislingar eru bölvaðir syndaselir ;)
Davíð S. Sigurðsson, 18.8.2008 kl. 19:18
en ég syndi í seðlum
halkatla, 24.8.2008 kl. 07:52
Svava frá Strandbergi , 29.8.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.