24.4.2008 | 14:27
Hver vill hauskúpur?
Fátt finnst mér sýna dauðleika mannskepnunar jafn vel og hauskúpur, þær eru yfirleitt notaðar til að tákna eitthvað einstaklega eitrað eða eitthvað einstaklega slæmt.
En þær eru einnig einstaklega merkilegar til að dáðst að, að geta virt fyrir sér höfuðbein einhvers sem hefur látist. Með tilkomu alnetsins er hægt að nálgast næstum allt (hvort sem það er löglegt eða ólöglegt).
Lengi hafði ég heyrt að maður gæti fengið hauskúpur í gegnum internetið, ég ákvað að slá til og sjá hvort að það væri eitthvað til í þessu, sló inn í google "human skulls purchase" og viti menn, niðurstöðurnar létu svo sannarlega ekki á sér standa.
Og það sem meira er, það er helvíti gott úrval.
Þær dýrustu eru hauskúpur úr börnum og kúpur sem voru með hverskyns fæðingar/andlits galla. Ein sú dýrasta sem ég fann var úr fóstri og ein sem var með sveðjufari þvert yfir andlitið. Það tísti í mér af ghoulish kátinu (sletti því ég fann ekkert samstætt orð úr íslenskunni...)
Að er virðist sýnist mér flestar hauskúpurnar koma frá Kína, ekki amalegt að eiga eina slíka og getað velt því fyrir sér hver og hvaðan hauskúpan kom, hver átti hana og hvernig fór fyrir honum? Oft þarf maður að vísu ekkert velta því fyrir sér hvernig viðkomandi lést því að einn valmöguleikinn af áðurnefndri síðu var "violent deaths", ekki amaleg afmælisgjöf það.
Hér eru nokkur dæmi
Hann hefur verið sæmilega tenntur þessi herramaður
Hauskúpa úr fóstri
Annar tannfagur kínverji
"gangster" sem hefur fengið kúlu í gegnum höfuðið
Já lesandi góður, það er sko ýmislegt sniðugt hægt að fá á internetinu ;)
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Athugasemdir
er hongkonska jólagjöfin mín nokkuð hauskúpa??? :)
annars kem ég suður í lok mai, eða ég er amk búin að ákveða það hér og nú!
Knús á ykkur - hafið það öllsömul gott
halkatla, 25.4.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.