22.4.2008 | 16:10
Myndatökur Sérsveitarinnar
Mér stendur örlítill stuggur af myndatökum sérsveitarmanna. Þeir mynda alla bak of fyrir sem verða á vegi þeirra við einhverjar aðgerðir. Þetta er aðferð sem er notuð í USA við að koma höggi á mótmælendur bandaríkjastjórnar. Þeir reyna að komast að því hverjir eru forsprakkarnir og geyma upplýsingar um þá í vissum gagnabönkum.
Svo þegar þeir vita hverjir eru forsprakkarnir þá einbeita þeir sér að því að taka þá úr umferð sem fyrst svo að mótmælin leysist upp hið snarasta. Þetta er orðið svo mikið vandamál að mótmælendur í USA eru farnir að vera með grímur þegar þeir mótmæla til að gera lögreglunni erfitt um vik.
Einnig finnst mér sérsveitin búin að vera haga sér eins og valdaóðir brjálæðingar. sbr dæmið í keflavík þegar þeir réðust á saklausan borgara sem var að reyna að komast heim til sín og nefbrutu (ef ég mann rétt) og spreyjuðu piparspreyi í augun á faðir þess sem var nefbrotinn þegar hann dirfðist að gagnrýna aðgerðir þeirra, hlupu á eftir honum inní íbúðina og spreyjuðu móðir hans líka.
Nýjasta nýtt í "riot" control í USA eru svokölluð nunchuks (2 prik með keðju á milli). Þegar mótmæli eru í gangi þá reyna þeir eins og áður segir að taka niður forsprakkana, þeir vefja kylfunum utan um hand og fótleggi og bera þá burt. Og ef þú streitist á móti þá herða þeir tökin þannig að þeir handleggsbrjóta viðkomandi, og eru lausir allra mála því að viðkomandi var að "streitast á móti handtöku".
Þessi þróun er vægast sagt ógnvekjandi í ljósi þess að sérsveitin er farin að taka upp svipaðar aðferðir í þessum málefnum.
"Ekki dirfast að gagnrýna eða vera með nokkurn mótþróa, þá ertu algerlega fucked" aðferðin...
Update: ég er ekki alveg með heimildir mínar um keflavík á hreinu, glöggur lesandi vakti athygli mína á því að þetta gætu hafa verið óbreyttir lögreglumenn og skila ég til hans ástarþökkum ;)
Ósáttir við myndatöku lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég man ég ekki betur en að það hafi verið óbreyttir lögreglumenn sem áttu í hlut þarna í Keflavík um daginn.
Andri Valur (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:26
enn betra
Davíð S. Sigurðsson, 22.4.2008 kl. 16:28
Þetta er nákvæmlega það sem dómsmálaráðherrafíflið vill og er að koma í gagnið með hernum sínum og hvítliðunum sem hann ætlar að ráða til að berja á borgurunum. Og þennan vitleysing kusuð þið yfir ykkur!
corvus corax, 22.4.2008 kl. 16:34
heyr heyr!
halkatla, 22.4.2008 kl. 16:50
já, mér finnst dómsmálaráðherrann einstaklega óhugnalegur maður til að hafa í stjórnunarstöðu
Davíð S. Sigurðsson, 22.4.2008 kl. 17:16
Heyrst hefur að rauðliðar og aðrir réttlætishópar séu með leynilegar myndatökur og upplýsingaöflun um fjölskylduhagi sérsveitarmanna og annarra er koma að "löggæslu" þessa lands, og maður spyr, "til hvers".
Pottormur (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 18:30
Rétt skal benda á að Lögreglan er ekki allskostar hrifinn af myndatökum þegar einhver myndar aðgerðir þeirra, Þetta er spurning að gera út nokkra bíla til þessa að elta lögregluna og mynda hana í bak og fyrir heila dag.
Eigum við að mynda Geir Jón í einn dag og svo Stefán stjórann sjálfan næsta hvað ætli maður kæmist lengi upp með það.
Þetta hjá lögreglunni gagnvart vörubílstjórum er bara til að reyna að hræða menn þeir fatta það ekki þessir menn að þetta hleypir yllu blóði í menn og ekki er ég viss um að þeir séu menn til að takast á við svosem eins og hundrað vörubíls og vinnuvélstjóra. Verði þeim að því þegar þeir byrja.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:05
Frá mótmælum Anonymous vegna Vísindakirkjunnar í febrúar síðastliðnum...
kiza, 23.4.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.