26.2.2008 | 13:40
Meira af samkynhneigð og kristnitrú
Horfði á rosalega öfluga mynd um helgina, sem ber heitið "For the bible tells me so". Í henni er fjallað um samkynhneigð og kristnitrú.
Í myndinni er farið yfir víðan völl en aðalþráðurinn í henni eru nokkrar fjölskyldur, sem eru allar heittrúaðar í kristni, en eiga það öll sameigilegt að eitt af börnunum er samkynhneigt. Þetta er rosalega fræðandi og virkilega góð mynd. Uppbyggingin í henni er með því skemmtilegra sem ég hef séð í heimildamynd.
Einnig eru allar kenningar kristinna um samkynhneigð teknar og afsannaðar á mjög upplýsandi og einfaldan máta. Talað er við fleiri fleiri fræðimenn um biblíuna og einnig fyrrverandi öfgaprest.
Jesús talar um umburðalyndi og kærleika, en í nafni biblíunar er fólk gjörsamlega eyðilagt fyrir það eitt að vera samkynhneig, vegna þess að menn halda því fram að þetta sé "val" og "syndugt". Já, ég varð eigilega verulega reiður eftir að horfa á þessa mynd, en líka rosalega glaður því að hún sýnir marga manni fallega hluti sem eru líka að gerast.
Ég krefst þess að sem flestir komi sér yfir eintak af myndinni hið snarasta og horfi á hana. Og vil ég því koma þeim skilaboðum til allra sem nota "Guð" og "Jesús" til að fela sig á bakvið eigin fordóma að hundskammast sín bara og hætta að smyrja nafn kristnitrúar með viðbjóði.
Hér gefur að sjá trailer
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 27.2.2008 kl. 11:36 | Facebook
Athugasemdir
"Og vil ég koma því þeim skilaboðum til allra sem nota "Guð" og "Jesús" til að fela sig á bakvið eigin fordóma að hundskammast sín bara og hætta að smyrja nafn kristnitrúar með viðbjóði."
ég ætla sko að sjá þessa mynd, hún virkar góð!
halkatla, 26.2.2008 kl. 13:49
Damn...
Bara Steini, 27.2.2008 kl. 01:15
þessa mynd verð ég að sjá ... já ég er sammála þessum loka kommentum sem eru æði "Og vil ég koma því þeim skilaboðum til allra sem nota "Guð" og "Jesús" til að fela sig á bakvið eigin fordóma að hundskammast sín bara og hætta að smyrja nafn kristnitrúar með viðbjóði."
María, 27.2.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.