Smáís, þú varst endanlega að missa viðskiptavin;)

Jæja, nú hef ég endanlega tekið þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að hætta öllum viðskiptum mínum við smáís og innlenda dreifingaraðila. Og kom sú ákvörðun í kjölfar þessarar greinar

http://smais.is/template25024.asp?pageid=4707&newsid=9025

Fyrirlitningin og orðbragðið í þessari grein gagnvart þeim markhópi sem ég tilheyri nær engri átt. Þetta er illa ígrunduð grein sem notast við óáreiðanlegar heimildir (sbr Radiohead hefur neitað að staðfesta allar "rannsóknir" á hagnaði nýju plötunar þeirra). Og enn fremur er greinarhöfundur ekki betur að sér í kollinum að hann skrifar "nýskur". Augljóslega fáfróður bjáni þarna á ferð.

Gott og vel, ég veit að þið viljið ekki að það sé dreift höfundavörðu efni ólöglega, þá sérstaklega íslensku. Íslenskur tónlistar og kvikmyndargerðarmenn eiga alla mína samúð í þeim efnum. Ef ég sjálfur væri að gefa út plötu eða kvikmynd vildi ég náttúrlega að fólk borgaði fyrir það sem ég hefði lagt mikið fjármagn og vinnu í. En þýðir það, þó myndin eða tónlistin sé aðgengileg öllum á netinu að kostnaðarlausu að enginn eigi eftir að kaupa hana? Hefur dvd og geisladiska sölu hrakað gífurlega eftir að þessi tækni varð notendavænni og aðgengilegri hinum meðalmanni?

Eða hefur sölunni hrakað eftir því sem menn hafa hækkað verðið aftur og aftur án þess að gefa manni nokkuð meira fyrir peninginn? Ég get persónulega ekki svarað því þar sem ég hef ekki gögnin til að styðja fullyrðingar mínar.

En þarna er höfundur greinarinnar að skíta yfir ansi stórann hóp af fólki.

En hafa þeir einu sinni reynt einhverjar aðrar leiðir? Halda þeir virkilega að það sé raunhæfur möguleiki að hafa einhvern hemil á þessu? Milljónir manna um allann heim eru að þessu í þessum töluðu orðum. Þetta er augljóslega mjög stór markaður þarna á ferð.

Ég persónulega hef uppgötvað ógrynni af sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á netinu sem ég hefði annars ekki haft hugmynd um að væru til. Og flest af þessu er ófáanlegt á almennum íslenskum markaði (nema þá í nexus, menn á þeim vígstöðvum eru ötullir í hafa úrvalið sem mest). Sumsé p2p tæknin er þarna mjög góð kynningarleið fyrir listamenn sem annars hafa ekki efni á rándýrum auglýsingarherferðum og þ.h.

Sem dæmi um hluti sem ég hef uppgötvað í gegnum skráardeilingu í netinu, og keypt í kjölfarið vegna þess að ég varð einstaklega hrifinn af:

The Ordeal

Hard Candy

Mysterious skin

Spaceghost coast 2 coast

Sealab

Venture Brothers

Harvey Birdman attourney at law

Peepshow

That Mitchell and Webb look

Jam

Brass Eye

The day today

Listinn er alls ekki tæmandi, sumt af þessu hefur þó komið út í íslenskri útgáfu en það hefur yfirleitt verið mánuðum eftir að ég hef fest kaup á gripnum.

Ég á sjálfur mjög stórt dvd safn. og héðan í frá ætla ég eingöngu að panta alla mína dvd af netinu eða versla þá í nexus, og hvet ég alla til að gera hið sama, en varist íslenskar útgáfur af mynddiskum, sérstaklega í ljósi þess að íslenskar útgáfur af dvd diskum eru oft mjög slakar, yfirleitt í 4:3 ratio (sem þýðir að þær eru croppaðar úr 16:9). Lítið af aukaefni osfrv.  Og síðast en ekki síst eru þær fokdýrar.

Einnig ber Smáís augljóslega enga virðingu fyrir mér sem kúnna og opinberlega fyrirlítur mig á heimasíðu sinni, og hef ég engann áhuga á að eiga viðskipti við Smáís lengur.

Bendi ég fólki á eftirfarandi síður eða verslanir til að versla sér dvd eða hvað sem hugurinn girnist

Nexus, Hverfisgötu 103
sími 552 9011, 552 9012

http://www.amazon.com Síðan þeirra í bandaríkjunum

http://www.amazon.co.uk síðan þeirra í bretlandi

http://www.amazon.dk síðan þeirra í danmörku

http://www.hkflix.com síða með gífurlegt úrval af rare og non-mainstream efni.

http://www.yesasia.com Asísk síða með ógrynni af ódýrum dvd

osfrv osfrv, ef þið rekist á aðrar góðar síður þá megið þið endilega benda mér á þær.

Update:

Og hér var ég að rekast á aðra grein um þetta sama mál http://www.sfjalar.net/2007/11/09/um-bolugrafna-tolvunotendur-me%c3%b0-bremsufar-i-buxunum/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er algjörlega sammála (það er hegðun þessa smáíss sem ætti að vera glæpsamleg) - og ég veit að þessi innkaupalisti er ekki tæmandi fyrir þig :)

Anna Karen (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: kiza

já fjandinn hafi það ef ég er ekki bara hundrað prósent sammála þér þarna! Mér þykir þetta komment einstaklega kvikindislegt:

"Já, ungir menn sem höfðu setið árum saman, fyrir framan tölvuna, bólugrafnir með bremsufar í nærbuxunum heima hjá foreldrum sínum, sannfærðir um að þeir væru Hrói Höttur nútímans.."

Þessi eina setning sýnir fram á algjört skilningsleysi á markhópnum þar sem í fyrsta lagi eru LÍKA STELPUR sem download-a, og ég ætla nú ekki einusinni að fara út í þetta með bólur og bremsuför.  Örugglega vel rökstutt mál (eða þannig)...

Assholes.  Hef ekki keypt geisladisk á Íslandi síðan í 'Nam og ætla ekki að byrja á því núna.  Fokk jú Smáís.  Gráðugu svín. 

kiza, 12.11.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Bara Steini

Maður bara kiknar í hnjánum þegar þú verður allur svona valdsmannslegur og þorir bara ekki en öðru að hlýða þér... En snilld er þetta... Bara einföld aðferð sem hefur mikil og góð áhrif... Vonandi...

Bara Steini, 14.11.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband