23.10.2007 | 13:31
endalaus fyrirhyggja
Hvernig stendur á því að stjórnvöld geta sagt mér hvað ég má, og ekki má gera í mínu einkalífi?
Afhverju má ég ekki stunda fjölkvæni ef allir aðilar eru samþykkir? hvernig brýtur það á nokkurn hátt í bága við lög?
Afhverju á að banna nektardans með öllu? afhverju fá stjórnvöld að ráða því hvort konur megi og ekki megi dansa naktar á þar til gerðum stöðum? persónulega myndi ég ekki dansa þar sjálfur en ef einhverjum langar það... why not? Afhverju þarf endalaust að halda því fram að þetta sé mannsalmannsalmannsal og konunarnar séu þarna allar nauðugar? er ekki hægt að hafa eitthvað eftirlit með þessu? ;)
Afhverju er áfengi löglegt en ekki t.a.m heróín, kókaín og fleiri efni í þeim dúr, má fólk ekki gera það sem því sýnist? Nokkuð ljóst að stríðið gegn fíkniefnum er ekkert annað en peningasóun þar sem fíkniefni hafa orðið auðfengnari og sterkari eftir því sem árin hafa liðið... pældu í því... there is a war against drugs, and the people on drugs are winning it... sagði bill hicks einhverntíma
Sumir kunna að segja að skaðleg áhrif fíkniefna hafi afdrifalíkar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið... en ef það er raunin, afhverju eru þá ekki reykingar ólöglegar, afhverju er áfengi ekki ólöglegt? Og hvað með kostnaðinn sem fylgir íþróttameiðslum, hversu mikill er hann? er réttlætanlegt að skattborgarar greiði fyrir það, ekki fylgjast allir með íþróttum eða hvað?
Og svona get ég lengi talið áfram um það sem mér finnst misfarast í þessu samfélagi, sem og annarstaðar...
og ber sérstaklega að taka fram að ég er ekki á móti íþróttum, ég einfaldlega fylgist ekki mikið með þeim
Athugasemdir
Afhverju má ég ekki stunda fjölkvæni ef allir aðilar eru samþykkir? hvernig brýtur það á nokkurn hátt í bága við lög?
ég er sammála þér um næstum allt hitt (enda skemmtilega sett upp og ekki svona öfugur yfirmessu fílingur einsog svo oft hjá andforræðishyggjuliðinu) en þetta tiltekna dæmi myndi bara rústa öllu sem hefur áunnist í siðferðislegum og menningarlegum efnum síðan þróun mannkyns hófst, þannig að ég hristi bara hausinn yfir þessari setningu
en hinu er ég semsagt sammála!
halkatla, 24.10.2007 kl. 22:09
Þú kannski útlistar það nánar fyrir mér hvernig fjölkvæni kemur til með að rústa öllu sem áunnist hefur í siðerferðislegum og menningarlegum tilgangi svo ég skilji betur hausahristinginn? ;)
Davíð S. Sigurðsson, 25.10.2007 kl. 14:03
Hehe, ég held að þú vitir svarið við þessu nú alveg sjálfur – annars er ég svosem alveg til í að skrifa einsog eina kommentaritgerð um málið, en neh, afþví að við erum vinir þá er kannski alltílagi að hlífa þér við því. Það er nú samt þannig að fólki er frjálst að búa með eins mörgum og það vill, en um leið er ákveðin hefð búin að myndast síðustu 4000 árin í okkar samfélagi amk um að fólk sem ætlar að eiga börn og mynda fjölskyldu á að líta sig sem tilvonandi faðir og móðir saman í einhverskonar lögbundnu fyrirkomulagi, með réttindi og skyldur sem þeim tilheyra vegna sinna tilfinninga til hvors annars. Ef faðirinn á þrjár konur og móðirin tvo menn t.d þá hefur það líklega í för með sér mikla upplausn, jafnvel það mikla að börnum yrði varla óhætt inná því heimili, það myndi líkjast siðlausu trúarkölti meira en nokkru öðru og tilfinningar foreldranna væru aldrei eðlilegar. Það er nú bara málið. Ef svo hver kona til viðbótar ætti nokkra menn og nokkur börn þá væri mjög erfitt að halda þessu gangandi til lengdar, enginn myndi vita sinn uppruna nema sem einhverskonar afleiðing algjörs siðleysis. Það er auðvitað hægt að sjá fyrir sér svona múslimaparadís þarsem mennirnir mega bara eiga margar konur og konurnar þeirra eru einskonar þrælar án réttinda, en er það nokkuð það sem þú ert að spekúlera í? Þín hugmynd grefur samt líka undan jafnrétti og réttindum einstaklinga, eykur upplausn og skapar miklu meiri vanda fyrir samfélagið allt sem og fólkið sem velur fjölkvæni/fjölveri fyrir sig og sína sem fjölskylduform, heldur en hið ásættanlega form hjúskapar milli tveggja einstaklinga sem við þekkjum í dag gerir.
Ef fólk vill vera með mörgum einstaklingum (sem mjög fáir vilja þannig að þetta er frekar tilhæfulaust baráttumál) þá er enginn að banna þeim að halda því áfram og jafnvel að allt liðið búi saman en það er mjög mikil heimtufrekja og tilætlunarsemi að krefjast þess að fá það lögverndað og vígt sem einhverskonar hjónaband.
Þau samfélög sem hafa leyft fjölkvæni eru gríðarlega aftarlega á merinni hvað hamingju og siðgæði íbúanna varðar og það finnst mér skipta máli. En aðallega finnst mér þetta skipta mjög miklu máli útfrá sjónarmiði barneigna og réttinda barna. Ofbeldi og slíkt vegna afbrýðissemi og brenglunar myndi að öllum líkindum aukast til muna, þarf nokkuð meira af slíku?
og – “það er best að vera einn, einsog ég!” – sagði hetjan mín hann Palli postuli
halkatla, 26.10.2007 kl. 08:40
p.s ég sendi ykkur mínar allra bestu kveðjur - á ekki að fara að heimsækja gamla einsetukonu bráðlega?
halkatla, 26.10.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.