Færsluflokkur: Vefurinn

Stumblaði á Pleix

Ég var að kynnast mjög athyglisverðu "fyrirtæki" eða ... ég veit ekki alveg hvað þeir kjósa að kalla sig.

En áður en við komum að því langar mig að kynna ykkur, þau sem ekki vita, fyrir StumbleUpon. Sem er snilldar toolbar sem hægt er að setja í vafrann sinn, en maður byrjar á því að velja sér hvaða flokka manni líst best (t.d tónlist, list, osfrv). og svo færðu lítinn takka í vafrann og alltaf þegar þú klikkar á hann þá færðu upp einhverja handahófskennda síðu innan þeirra flokka sem þú valdir þér, og þar að auki hefur maður möguleikann á því að kjósa um hvort manni líki vel eður ei og vistast þær stillingar þannig að forritið aðlagar sig að þér... en nóg um það

 Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég hjá þáverandi umsjónarkennara mínum nokkur myndskeið í stafrænu formi. Eitt var myndband með Plaid, annað kallaðist "Beauty Kit for little girls" og enn annað hét Simone... og fannst mér þau einstaklega frumleg, og flott myndskeið. Og fyrir náð Stumble tókst mér að finna (handahófskennt) fyrirtækið sem framleiddi áðurnefnd myndskeið. 

Þetta fyrirtæki ber nafnið "Pleix" og stendur á heimasíðu þeirra að þeir séu "virtual" fyrirtæki (íslensks orð óskað, sýndarveruleika fyrirtæki hljómar ekki vel né rétt), samfélag stafrænna listamanna í París (vi vi). Sumir þeirra eru þrívíddarlistamenn, aðrir í tónlist eða grafískir hönnuðir. Og að síðan sé vettvangur þeirra til að miðla sköpunarverkum  sínum frá sér. 

Annað kemur ekki fram á síðu þeirra  fyrir utan torskilda kynningarmynd.

En engu að síður eru myndskeiðin sem þarna er að finna ákaflega falleg og heillandi. Lítum á nokkur dæmi

 

myndband við lagið "Birds" eftir Vitalic, hreint út sagt snilldar hugmynd, mjög einfalt en hrikalega grípandi vídeo... 



myndband við lagið "Itsu" eftir meistara Plaid, sjúkega flott vídeó, þetta skipar sér sess með uppáhaldsmyndböndunum mínum



Beauty kit for girls (gæti farið fyrir brjóstið á viðkvæmum), óhugnarleg ádeila á fegurðardýrkun samfélagsins

 

hmm.. kannski að ég ætti að tína saman flottustu myndböndin sem ég hef séð einhvurndaginn og pósta þeim ;)  

 Fátt finnst mér athyglisverðara en sköpunargáfa mannskepnunar og þörfin fyrir því að búa eitthvað "ónothæft" til ;) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband