Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2008 | 16:16
Kettlinga update
Langaði bara að deila með ykkur hvernig kisunum vegnar. Þau eru búin að vera ansi vinsæl síðustu daga, þegar mest stóð á voru fjórar myndavélar á þeim í einu...
Drýsill, sonur steina, pósar fyrir ljósmyndara
Edward gáttaður að vana
Þetta er krílið hún Patchess sem við ætlum að halda eftir, einstaklega kelin og yndisleg ;)
Og að lokum er það hún Mittens, henni finnst afskaplega gott að kúra í hálsakotum og prílar þangað yfirleitt sjálf með miklum tilþrifum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2007 | 14:25
Eiturlyfjadjöfullinn svífst einskis
Sá viðurstyggilegi atburður átti sér stað síðasliðið laugardagskvöld, að ég var einn heima, kærastan úti á hrekkjavökudjamminu. Eftir að hafa setið í drykklanga stund við að spila einfaldan og ákaflega ávanabindi tölvuleik hugsaði ég með mér að nú væri gott að fá sér frískt loft (sbr vindling) og ef til vill smá göngutúr ef veðrið væri ekki slæmt.
Og heppnin var með mér, þar sem veðrið var ákaflega fallegt ákveð ég að bregða mér í stutta gönguferð svona til að liðka mig eftir setuna.
Ég gekk niður Baldursgötuna og þaðan af inná Bergstaðarstrætið, mig langað að sjá fallegu neon-ljósin á hótel holt svo ég hélt þangað. Nema hvað, þegar ég sé birta í fallegu neonljósin verður mér litið á hvar svartklæddur maður krýpur upp við húsvegg og er að vesenast með eitthvað í kjöltu sinni. Hann augljóslega heyrir að ég er að nálgast og lítur upp. Ég sé að hann er rauðeygður með örlítið af hvítu dufti á efri vörinni.
Eitthvað finnst honum ég greinilega líklegur til að eiga við hann samskipti svo hann sprettur á lappir og vindur sér upp að mér. Mér var hætt að standa á sama.
Sæll vertu, langar þig ekki að prófa Trímetafínið sem ég er með?
Trímetafín? spurði ég forviða?
Já, alveg eins og kókaín, nema 10 sinnum sterkara, sagði hann og glotti tannskemmdu brosi eiturlyfjafíkilsins,
færð "slagið" á 15kall hjá mér, bætti hann við og flissaði geðveikislega.
Neinei, takk samt, sagði ég og reyndi að losa mig við hann, en allt kom fyrir ekki
COME ON sagði hann, og var allur farinn að æsast. Hann sneri sér leiftursnöggt við og ég heyri að hann sýgur eitthvað uppí nefið af mikilli áfergju.
Láttu ekki svona maður, sagði hann og sneri sér að mér og horfði á mig geðveikislega.
Neinei sagði ég og gekk í burtu, hann staðnæmdist og starði á mig með geðveikisglyrnunum
Ég hraðaði mér heim, feginn að vera laus við undirheimalýð Reykjavíkurborgar með sitt Trímetafínerí
---
Ég kom heim aftur í kringum 2 leytið, kærastan mín var ekki ennþá komin heim og þar sem ég átti að mæta í vinnu morgunin eftir ákvað ég að koma mér í háttinn. Eftir að hafa legið í rúminu í ca hálftíma verð ég var við það að það er einhver fyrir utan gluggann hjá mér, grunar mig að þar sé komin kærastan mín, en eftir að hafa heyrt einhvern þruska þarna í stutta stund rennur það upp fyrir mér að þetta er alls ekki kærastan mín. Ég hendist á fætur, tilbúinn til þess að lemja á óknyttnum innbrjótsþófum. Ég æddi út í bakgarð vopnaður fæti af antík borði og koddaveri með golfkúlum. Og viti menn Hr Trímetafín er skjögrandi fyrir utan gluggann hjá mér.
Hvurn fjandann ertu að gera?! Hreytti ég út úr mér og mundaði borðfótinn
Þú varst svo snöggur þarna áðan ég náði ekki að selja þér þetta, sagði Hr Trímetafín
Ég vil ekki sjá þig hér né þína ólyfjan, tilkynnti ég honum og reyndi að vera eins ógnandi og ég gat, og hugsaði með mér að nota ekki blómasængurverin hennar ömmu undir golfkúlurnar í framtíðini, þ.e.a.s til að draga ekki úr trúverðurleika mínum sem harður undirheimahundur
Hr Trímetafín baðst afsökunar á þessu öllu saman og gerði sig líklegan til að fara þegar ég minntist á lögregluna. Ég horfði á eftir honum skjögrandi út í fjarskan, sjúgandi upp í nefið af áfergju og laug ég að sjálfum mér að hann væri líklega snöktandi eftir ósköpin, ekki að neyta ólöglegra fíkniefna.
Eftir þetta gekk ég aftur til náða, og svaf eins og engill.
Ég vaknaði seinna um nóttina við það að útidyrahurðin skelltist, mér leið gríðarlega vel, satt að segja hefur mér aldrei liðið svona vel. Ég reyndi að standa á fætur en jafnvægisskynið var eitthvað að stríða mér. þannig að ég datt kylliflatur í gólfið. Ég reyndi að þreifa mig um í myrkrinu, og byrjaði að skellihlæja, ég vissi ekki afhverju en ég gat ekki fyrir mig lifandi hætt að hlæja. Mig klæjaði ferlega í nefinu og strauk mér létt um kinn.
Mér til ómælds hryllings fann ég að andlitið á mér var þakið í einhverju, mér tókst mér herkjum að teygja mig í náttborðslampann og kveikja ljósið,
Ég sá að ég var allur hvítur á fingrunum eftir að hafa strokið mér í framan. Þarna var orsök vellíðunar komin. Kaldur sviti læddist niður bakið á mér þegar ég sá að á náttborðinu var lítill hvítur miði með barnalegri skrift.
"Hringdu í mig þegar fráhvörfin koma"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2007 | 13:31
endalaus fyrirhyggja
Hvernig stendur á því að stjórnvöld geta sagt mér hvað ég má, og ekki má gera í mínu einkalífi?
Afhverju má ég ekki stunda fjölkvæni ef allir aðilar eru samþykkir? hvernig brýtur það á nokkurn hátt í bága við lög?
Afhverju á að banna nektardans með öllu? afhverju fá stjórnvöld að ráða því hvort konur megi og ekki megi dansa naktar á þar til gerðum stöðum? persónulega myndi ég ekki dansa þar sjálfur en ef einhverjum langar það... why not? Afhverju þarf endalaust að halda því fram að þetta sé mannsalmannsalmannsal og konunarnar séu þarna allar nauðugar? er ekki hægt að hafa eitthvað eftirlit með þessu? ;)
Afhverju er áfengi löglegt en ekki t.a.m heróín, kókaín og fleiri efni í þeim dúr, má fólk ekki gera það sem því sýnist? Nokkuð ljóst að stríðið gegn fíkniefnum er ekkert annað en peningasóun þar sem fíkniefni hafa orðið auðfengnari og sterkari eftir því sem árin hafa liðið... pældu í því... there is a war against drugs, and the people on drugs are winning it... sagði bill hicks einhverntíma
Sumir kunna að segja að skaðleg áhrif fíkniefna hafi afdrifalíkar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið... en ef það er raunin, afhverju eru þá ekki reykingar ólöglegar, afhverju er áfengi ekki ólöglegt? Og hvað með kostnaðinn sem fylgir íþróttameiðslum, hversu mikill er hann? er réttlætanlegt að skattborgarar greiði fyrir það, ekki fylgjast allir með íþróttum eða hvað?
Og svona get ég lengi talið áfram um það sem mér finnst misfarast í þessu samfélagi, sem og annarstaðar...
og ber sérstaklega að taka fram að ég er ekki á móti íþróttum, ég einfaldlega fylgist ekki mikið með þeim
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)