endalaus fyrirhyggja

Hvernig stendur á því að stjórnvöld geta sagt mér hvað ég má, og ekki má gera í mínu einkalífi? 

 Afhverju má ég ekki stunda fjölkvæni ef allir aðilar eru samþykkir? hvernig brýtur það á nokkurn hátt í bága við lög? 

Afhverju á að banna nektardans með öllu? afhverju fá stjórnvöld að ráða því hvort konur megi og ekki megi dansa naktar á þar til gerðum stöðum? persónulega myndi ég ekki dansa þar sjálfur en ef einhverjum langar það... why not? Afhverju þarf endalaust að halda því fram að þetta sé mannsalmannsalmannsal og konunarnar séu þarna allar nauðugar? er ekki hægt að hafa eitthvað eftirlit með þessu? ;)

Afhverju er áfengi löglegt en ekki t.a.m heróín, kókaín og fleiri efni í þeim dúr, má fólk ekki gera það sem því sýnist? Nokkuð ljóst að stríðið gegn fíkniefnum er ekkert annað en peningasóun þar sem fíkniefni hafa orðið auðfengnari og sterkari eftir því sem árin hafa liðið... pældu í því... there is a war against drugs, and the people on drugs are winning it... sagði bill hicks einhverntíma

Sumir kunna að segja að skaðleg áhrif fíkniefna hafi afdrifalíkar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið... en ef það er raunin, afhverju eru þá ekki reykingar ólöglegar, afhverju er áfengi ekki ólöglegt? Og hvað með kostnaðinn sem fylgir íþróttameiðslum, hversu mikill er hann? er réttlætanlegt að skattborgarar greiði fyrir það, ekki fylgjast allir með íþróttum eða hvað?  

Og svona get ég lengi talið áfram um það sem mér finnst misfarast í þessu samfélagi, sem og annarstaðar...  

og ber sérstaklega að taka fram að ég er ekki á móti íþróttum, ég einfaldlega fylgist ekki mikið með þeim 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband