Dayman!

Ég er búinn að vera með þetta lag á heilanum í nokkra daga núna.

Forsaga klippunar sem hér fylgir með (fyrir þá sem ekki hafa fylgst með Its always sunny in Philadelphia) er sú að "gengið" ákvað að stofna hljómsveit, en endalaus ágreiningur um stílmynd og stefnu varð til þess að Charlie (þessi með málninguna á nefinu) var rekinn úr sveitinni eftir að hafa samið lag sem hét "Nightman" og fjallaði um það hvernig Charlie umbreyttist í einhverra myrkraveru á kvöldin (sbr Nightman), en eitthvað tapaði það sér í textasmíðinni og hljómaði lagið eins og það væri um mann sem brytist inn til þín og nauðgaði þér (you pin me down with your powerfull arms and COOOMEEEE INSIDEEE MEEE).

Þá reyndi restin af bandinu að fá Dennis til liðs við sig, en Dennis vildi bara spila 80's glam rock, sem útskýrir múnderinguna á honum. og fyrir vikið var honum vísað á brott.

Dennis æðir heim til Charlie, sem er "living in a world of darkness", þ.e hann situr heima hjá sér umsveipaður myrkri, spilar þunglyndisleg lög um það afhverju Nightman yfirgaf hann og sniffar úðabrúsamálningu (sem útskýrir hvíta nefið). 

Og fyrir tilstilli kraftaverkana verður þetta meistarastykki til útfrá því að Dennis finnst fulldimmt heima hjá Charlie og dregur frá gluggatjöldin, og þá fær Charlie hugmynd...

 

update: upprunalega klippan hafði verið fjarlægð af YouTube, þannig að ég gróf þessa upp, hún er að vísu með Nightman og Dayman samtvinnað í eina klippa, ekki skemmir það fyrir ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Það er búið að henda þessu klippi út.

Fríða Eyland, 5.12.2007 kl. 18:00

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

hana, nú geturu prísað þig sæla ;)

Davíð S. Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband