Færsluflokkur: Ferðalög

Ferðablogg pt 1, París - Hong Kong

Fórum frá Íslandi 18 desember og flugum þaðan til Parísar, millilentum í amsterdam og lentum í veseni því að einhverra hluta vegna hafði miðakonan í Leifstöð tekið af mér stubbinn með farangurs upplýsingum, og þar af leiðandi lentum við í smá veseni og þurftum að hringja til Icelandair og fá upplýsingarnar, og btw fólkið þarna hjá AirFrance í amsterdam var það dónalegasta sem ég hef hitt, ein þeirra leit út eins og andstyggileg Dame Edna. Við stoppuðum stutt í amsterdam (40 min ca) og flugum þaðan til Parísar... og þegar við komum til Parísar var farangurinn okkar að sjálfsögðu týndur. En til allrar hamingju var þjónustufólkið hjá AirFrance í París einstaklega almennilegt og kurteist, vildi allt fyrir okkur gera og við fengum 100 evrur hvort til að kaupa okkur nauðsynjar + snyrtitösku með öllu sem maður þurfti til að þrífa sig.

Ekkert fréttist hinsvegar af töskunni.

Við gistum hjá frænku Ástu í litlum bæ fyrir utan París (ca 15 mín með lest til parísar).

Fyrsta kvöldið í París fórum við og skoðuðum Notre Dame, sem er ótrúleg bygging, þaðan af hittum Poli (fóstursystir ástu frá Hong Kong) á Café Notre Dame (dýr dýr staður, forðist hann). Það var skítakuldi í París ca 5-10 stig í mínus, og öll fötin mín náttúrlega guð má vita hvar í töskunni okkar. þannig að ég var í stakknum mínum og bol innan undir, því sniðugi ég ákvað að ferðast léttklæddur... Daginn eftir fórum við að túristast í París, kíktum á The Louvre (bygginguna, höfðum varla tíma í safnið), Sigurbogann, Rauðu Mylluna (og rauða hverfið í París) og áður en við fórum heimkíktum við á Eiffel Turninn, sem ég ráðlegg öllum að forðast eins og heitan eldinn ca 9 um kvöldið.

Gjörsamlega vitfirrtir minjagripasalar þarna sem eru einstaklega uppáþrengjandi og verða bara vondir þegar maður vill ekkert með þá hafa... "COME ON 1 EURO?!?!".. Sheesh, fannst París ekkert sérstaklega skemmtileg út af einmitt svona hlutum, óþolandi minjagripasalar út um allt þannig að það dró einstaklega úr skemmtanagildi ferðarinnar...

Síðasta daginn í París fórum við og kíktum í "Baby the stars shine bright" sem er svona Lolitu búð frá Japan, vinkonur ástu eru alveg á kafi í því þannig að við tókum fullt af myndum handa þeim og keyptum jólagjafir ;)

Kannski best að nefna það um morguninn fengum við þær fréttir að taskan okkar væri fundin og hefði verið send í flugið okkar um kvöldið, fjúkk.

Um kvöldið tók svo við 11 tíma flug til Hong Kong, sem var frekar gruelling og við vorum gjöööörsamlega búin þegar við komum til Hong Kong, en vá hvað það er magnað hérna í Hong Kong þetta er algjörlega nýr heimur...

Jæja nenni ekki að hafa þetta meira langlokublogg í þetta sinn, það les þetta hvort eð er enginn heheh. Smelli inn annari færslu hérna og myndum eftir hentisemi ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband