Hræsni kristinna afhjúpuð af samkynhneigðum?

Rakst á þetta stórskemmtilega bréf á stumble, finnst þetta mjög athyglisverður punktur varðandi kristna trú og samkynhneigða, þ.e Kristnir virðist bara hlýða biblíunni þar sem þeim hentar best ;)

hér gefur að sjá bréfið 

 

Why Can't I Own a Canadian?

October 2002

Dr. Laura Schlessinger is a radio personality who dispenses advice to people who call in to her radio show. Recently, she said that, as an observant Orthodox Jew, homosexuality is an abomination according to Leviticus 18:22 and cannot be condoned under any circumstance. The following is an open letter to Dr. Laura penned by a east coast resident, which was posted on the Internet. It's funny, as well as informative:

Dear Dr. Laura:

Thank you for doing so much to educate people regarding God's Law. I have learned a great deal from your show, and try to share that knowledge with as many people as I can. When someone tries to defend the homosexual lifestyle, for example, I simply remind them that Leviticus 18:22 clearly states it to be an abomination. End of debate. I do need some advice from you, however, regarding some of the other specific laws and how to follow them:

When I burn a bull on the altar as a sacrifice, I know it creates a pleasing odor for the Lord - Lev.1:9. The problem is my neighbors. They claim the odor is not pleasing to them. Should I smite them?

I would like to sell my daughter into slavery, as sanctioned in Exodus 21:7. In this day and age, what do you think would be a fair price for her?

I know that I am allowed no contact with a woman while she is in her period of menstrual uncleanliness - Lev.15:19- 24. The problem is, how do I tell? I have tried asking, but most women take offense.

Lev. 25:44 states that I may indeed possess slaves, both male and female, provided they are purchased from neighboring nations. A friend of mine claims that this applies to Mexicans, but not Canadians. Can you clarify? Why can't I own Canadians?

I have a neighbor who insists on working on the Sabbath. Exodus 35:2 clearly states he should be put to death. Am I morally obligated to kill him myself?

A friend of mine feels that even though eating shellfish is an abomination - Lev. 11:10, it is a lesser abomination than homosexuality. I don't agree. Can you settle this?

Lev. 21:20 states that I may not approach the altar of God if I have a defect in my sight. I have to admit that I wear reading glasses. Does my vision have to be 20/20, or is there some wiggle room here?

Most of my male friends get their hair trimmed, including the hair around their temples, even though this is expressly forbidden by Lev. 19:27. How should they die?

I know from Lev. 11:6-8 that touching the skin of a dead pig makes me unclean, but may I still play football if I wear gloves?

My uncle has a farm. He violates Lev. 19:19 by planting two different crops in the same field, as does his wife by wearing garments made of two different kinds of thread (cotton/polyester blend). He also tends to curse and blaspheme a lot. Is it really necessary that we go to all the trouble of getting the whole town together to stone them? - Lev.24:10-16. Couldn't we just burn them to death at a private family affair like we do with people who sleep with their in-laws? (Lev. 20:14)

I know you have studied these things extensively, so I am confident you can help. Thank you again for reminding us that God's word is eternal and unchanging.

Your devoted fan,
Jim

 Þætti gaman að fá svör við þessum spurningum frá heittrúuðum hér á kommentakerfið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir kristnir nota sína hentisemi í sinni trú, ég er ekki trúaður en ég get sagt hér að þetta er ævintýri og ekkert annað

DoctorE (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 13:10

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Jamm, verst þykir mér þó þegar fólk felur fáfræði sína og fordóma á bakvið þetta rit í nafni kærleika jesú krists... fuss

Davíð S. Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er til íslensk þýðing á þessu: Bréf til Snorra í Betel

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.12.2007 kl. 15:54

4 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Þakka ábendinguna ;)

Davíð S. Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Mofi

Takk fyrir að benda á þetta Hjalti, var alveg búinn að gleyma þessu. Nú get ég aftur á móti bent á mitt svar við þessu bréfi sem kemur þá hérna:

Fyrst að Snorri ætlar ekki að reyna að svara þessu þá finnst mér að ég verði að gera heiðarlega tilraun. Fyrst að leggja einhvern grunn fyrir þetta. Margt sem er að finna í Mósebókunum þá sérstaklega því sem kemur að refsilöggjöf gyðinga hefur verið stór þröskuldur fyrir mig í minni trú og er að mörgu leiti ennþá. Þessi atriði verða samt að vera skoðuð í samhengi og hvaða þjóðfélag það á við. Einnig má ekki gleyma því að gamlatestamentið kenndi að það myndu koma sá tími er Guð myndi gera nýjann sáttmála við okkur sem uppfylltist í fyrirmyndinni sem Kristur gerði þegar Hann skýrðist. Þegar síðan lærisveinar Krists byrja að boða þá kenna þeir að refsilöggjöf gyðinga og þeirra helgisiðir væru liðnir undir lok.

Þegar Móse skrifaði hluta af mósebókunum þá var hluti af þeim settur við hliðina á sáttmálsörkinni og þjóðin gerði sáttmála við Guð um að halda það sem Móse hafði skrifað niður. Margt af því sem þar stóð var til þess eins og gera gyðinga öðru vísi en þjóðirnar í kringum þá, gera þá sérstaka meðal þjóðanna. Ástæðan þess vegna fyrir mörgum af þeim ströngu refsingum sem er að finna í Mósebókunum er vegna þess að sumir þessa glæpa voru í raun uppreisn gegn þjóðinni og Guði. Það þýðir ekki að ef einhver gerði sumt af þessu sem hann sá eftir að þá þurfti hann að sæti viðkomandi refsingu. Musteris þjónustan þjónaði þeim tilgangi að fólk gat komið þangað með fórn til að fá fyrirgefningu.

Samt situr auðvitað eftir spurning hvort að Guð hafi verið vondur í gamlatestamentinu en góður í því nýja. Ég tel svo ekki vera en þá þarf maður að skoða þesssi atriði nánar og í samhengi og reyna að skilja hvað er í gangi.

Í Þriðju Mósesbók 20:13 stendur að ef karlmaður leggist með öðrum karlmanni skuli þeir líflátnir verða. Þýðir þetta að mér beri að drepa Pál Óskar og Hörð Torfa ef ég skyldi fá tækifæri til þess? Má ég eiga plöturnar þeirra áfram?

Það stendur margt í okkar íslensku löggjöf samt er fólk ekkert að hugsa um að elta einhvern sem keyrir of hratt, taka af honum ökuskírteinið og geyma viðkomandi í kjallaranum heima hjá sér í nokkra daga. Svo þetta var löggjöf þjóðarinnar sjálfrar og einstaklingar áttu ekki að taka lögin í sínar eigin hendur alveg eins og hér á landi.

Ég hef verið að velta því fyrir mér að selja dóttur mína þrælasölum, eins og leyft er í Annarri Mósesbók 21:7: "Þegar maður selur dóttur sína að ambátt ..." Hvað heldur þú að væri sanngjarnt verð fyrir hana á vorum tímum?

Ef þú ert virkileg að hugsa um að selja dóttur þína í þrældóm þá er hún örugglega betur sett annars staðar en hjá þér. Hérna þarf maður að skilja hvað þrældómur var í þessu samfélagi. Þetta var ekki mikið öðru vísi en að vera vinnumaður, ef einhver faðir þurfti að gera þetta þá var það líklegast til að bjarga dóttur sinni frá hungri eða bara bjóða henni betra líf. Hvenær sem er var hægt að gefa þræli frelsi og hver sem er gaft keypt frelsi handa viðkomandi. Eftir sjö ára tímabil þá gat viðkomandi valið að verða frjáls og kom þá út skuldlaus með einhvern pening frá fyrrverandi húsbónda og byrjað upp á nýtt. Hafa í huga að menn gátu lent í þessu með því aðeins að geta ekki borgað skuldir sínar. Þrælahald eins og gerðist með svertingja þar sem þeim var rænt og fluttir til bandaríkjana sem þrælar er stranglega bannað í 2. mósebók 21:16. Meira um þrælahald í Biblíunni hérna: http://www.christian-thinktank.com/qnoslave.html

Einnig brenni ég gjarnan nautainnyfli á altarinu mínu, eins og kveðið er á um í Þriðju Mósesbók 1:9: "...til brennifórnar, eldfórnar þægilegs ilms fyrir Drottin." Vandamálið er hins vegar fólgið í því að nágrönnum mínum finnst ilmurinn hreint ekkert þægilegur. Hvernig á ég að bregðast við þessu?

Fórnarlögmál gyðinga var afnumið á krossinum vegna fórnardauða Krists og á þess vegna ekki við í dag.

Ég veit að ég má engin samskipti hafa við konu á meðan hún hefur á klæðum, hvorki snerta hana né sitja í stól eða liggja í rúmi sem hún hefur setið á eða legið í, eins og skýrt er kveðið á um í Þriðju Mósesbók 15:19-24. Hvernig getur maður séð hvort kona er á túr eða ekki? Ég hef reynt að spyrja allar konur sem ég þarf að eiga samskipti við, en flestar þeirra hafa hreinlega móðgast og neitað að svara mér.

Aðeins reyna að vera kurteis, það er líklegast góð regla! En annars er þetta dæmi um hreinlæti á þessum tíma, til að koma í veg fyrir sýkingar og sjúkdóma. Það var skilda konunnar að sjá um þetta, auðvitað geta utan að komandi ekki vitað þessa hluti.

Vinur minn einn vinnur vaktavinnu við aðhlynningu sjúkra og þarf því stundum að vinna um helgar, sömuleiðis er annar kunningi minn sjómaður og vinnur því stundum á hverjum degi í allt að heilan mánuð.Vandamál mitt er að í Annarri Mósesbók 35:2 segir: "Sex daga skal verk vinna en sjöundi dagurinn skal vera yður helgur hvíldardagur,hátíðarhvíld Drottins. Hver sem verk vinnur á þeim degi skal líflátinn verða." Ber mér, sem kristnum manni, siðferðileg skylda til að drepa þessa vini mína sjálfur?

Í gegnum alla sögu gyðinga þá hafa margar stéttir alltaf unnið á hvíldardögum þegar þörf er á því og það var þannig einnig í Ísrael. Kristur kenndi að hvíldardagurinn er til vegna mannsins og að gera góð verk á hvíldardögum er það sem besta sem maður gæti gert. Ef einhver velur að vinna ekki á hvíldardegi og það myndi skaða aðra manneskju þá væri það algjörlega í andstöðu við tilgang hvíldardagsins.

Fyrir síðustu Verslunarmannahelgi bannaði ég syni mínum sem er á þrítugsaldri en býr enn heima að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fyrst ætlaði hann ekki að taka mark á mér, en þegar ég hótaði að reka hann að heiman ef hann óhlýðnaðist ákvað hann að fara hvergi, en brást þó reiður við og kallaði mig öllum illum nöfnum, s.s. "helvítis harðstjóra" og "djöfulsins fífl". Nú þykir mér vænt um son minn, en í Þriðju Mósesbók 20:9 stendur:"Hver sá sem bölvar föður sínum eða móður sinni skal líflátinn verða." Þýðir þetta að mér beri skylda til að drepa strákinn eða tekur þetta ákvæði ekki til bölvs og ragns af þessu tagi?

Hérna þarf að hafa í huga hvað það þýddi á þessum tímum "að bölva...", það var ekki að segja einhver orð heldur að ákalla andaöfl til eyðileggingar einhvers einstaklings. Þess háttar hegðun var ekki liðin og var einnig litið á sem uppreisn gegn þjóðinni og Guði.

Vinur minn einn segir að jafnvel þótt það sé viðurstyggð að borða skelfisk, eins og segir í Þriðju Mósesbók 11:10: "...öll þau dýr í sjó eða ám sem eigi hafa sundugga og hreistur, [séu] yður viðurstyggð."... þá sé það ekki eins mikil viðurstyggð og að vera hommi. Er það rétt hjá honum?

Móselögin sem kveða á um hvaða tegundir af mat eru í lagi og þær sem eru ekki í lagi eru aðeins góð ráð fyrir þá sem vilja hlusta. Það gat verið lífshættulegt að borða sum af þessum dýrum og sú hætta er einnig til í dag í sumum tilvikum.

Það er margt sem virkar ótrúlega undarlegt en við nánari athugun þá er ástæða fyrir öllu sem þar er að finna. Maður má ekki gleyma því að þetta er skrifað fyrir fólk í allt öðrum aðstæðum en við á allt öðrum tímum svo það hlýtur að þurfa smá rannsókn til að skilja hvað um er að vera.

Mofi, 5.12.2007 kl. 19:04

6 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

eitt mest fræðandi komment sem ég hef lesið og þakka þér kærlega fyrir, en minn kæri, án nokkurs ætlaðs dónaskaps,  hvað er að baki þessum útskýringum þínum ?

Davíð S. Sigurðsson, 5.12.2007 kl. 20:10

7 Smámynd: halkatla

þetta er nú ljóta trúleysisruglið í ykkur hér  -

halkatla, 11.12.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband