Meira af Smáís

Jæja, gaman að sjá að Smáís fasistarnir eru búnir að fá lögin með sér í lið og loka vefsíðu sem gerði ekkert rangt af sér. hún hýsti aldrei höfundavörðu  skrárnar.

Eins og áður sagði er ég eftir fremsta megni að að reyna að hætta viðskiptum mínum algjörlega við þetta fyrirtæki og hvet ég alla til að gera hið sama. verslið sem mest erlendis fyrir jólin!

Fyndna er að torrent.is hlýddi alltaf kröfum smáis til að hindra dreifingu á íslensku efni. hvað gerðist? það er allt fáanlegt annarstaðar núna.

bendi fólki á www.thepiratebay.org , þarna er hægt að sækja hvað sem hugurinn girnist.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kostar ekki aðgangur að thepiratebay.com? Ég spyr af því ég er hrikalega fúll yfir þessu, því ég hala bara niður amerísku þáttum, sem sumir hverjir eru ekki einu sinni í sýningum hér á landi, amk ekki ennþá, og ég sé fram á þriggja mánaða bið áður en sjónvarpsstöðvarnar hér komast á sama stað og ég var kominn á, svo mig vantar þættina.  Ég hef aldrei halað niður íslenskri tónlist án þess að kaupa hana síðar.

Kári Emil Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:32

2 identicon

Kári: Nei; Það er .org - Fullt af .com og líkum síðum sem reyna að láta borga...

Hyrrokkin (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ef einhver torrent síða reynir að láta þig borga eru það svik og prettir og ber að varast

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 16:40

4 identicon

Vill einhver benda mér á hvað það var sem var svona löglega dreift með torrent.is?

Og ef þetta var svona löglegt allt saman, afhverju var aðgangur takmarkaður?

Og til þess að fá efni út af vefnum þá þurfti að vísa á það, og til þess þurfti aðgang, sem er ekki veittur hverjum sem er.

Torrent er frábær tækni, en ég get ekki ímyndað mér að það sé rosalega gaman að horfa á efni frá sjálfum sér flæða á milli manna án þess að fá neitt að gert. Held að hluti ástæðunnar að ráðist sé í málaferli er einmitt það að það gekk illa að fá efni út á síðunni.

Annars skil ég ekki alveg afhverju það er svona sjálfsagt að plata sem er nýkomin í búðir fáist strax á lokaðri síðu án þess að manneskjan sem svitnaði við að semja/spila o.s.frv. fái krónu.

Mamma þín (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:40

5 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

mamma, ég var búinn að segja þér að vera ekki að kommenta hérna á blogginu mínu

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 16:42

6 identicon

Hvernig eru Smáís Fasistar? Þegar þú færð lögin með þér þá er eitthvað í lögunum sem styður þitt mál. Síðunni hefði ekki verið lokað ef ekkert "ölöglegt" hafði verið sem tengist Istorrent ehf. Það sem menn verða einnig að hugsa út í er að notendur torrent.is voru ekki að gera löglega hluti með að deila þáttum, myndum, tónlist og fleira. Þótt að efnið sé ekki íslenskt þá þýðir það samt ekki að það séu engir rétthafa hér á landi. Sjá t.d Prison Break, 365 er rétthafi þeirra hér á landi í sjónvarpsdreifingu og Sena er rétthafi á sölu, vod og fleira. Svo EF fyritæki innan smáís sjá ekki fram á gróða þá munu þeir ekki flytja efnið hér heim. Þá verða allir að versla efnið að utan sem ekki allir kunna né treysta sér í og hvað með þá sem þurfa íslenskan texta eða íslenskt tal? Það þarf að borga sérstaklega f. það og ekki er það ódýrrt og ef það er ekki réthafi á myndini á landinu þá er ekki textað. Hvað á það fólk að gera? Síðan má taka fram að það eru ávallt fleiri og fleiri sem nýta sér þessa tækni að downloada og framtíðarkynnslóðir munu kunna þetta einnig. Því spyr ég. Verða einhverjar framfarir í kvikmyndum, þáttum þar sem lítil sem engin ágóði verður af þeim því svo fáir munu borga f. efnið? Það er nú eitthvað í þetta en þetta er það sem kvikmyndafyrirtækin hafa áhyggjur af.

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:52

7 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

bíddu nú hægur, ertu að segja það að allt sem er sótt á þessum síðum jafngildi tapaðri sölu ?

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 17:00

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góður. ( eða á maður að segja góð eða gott?)

Ég held að menn eigi bara að vera ánægðir með þetta system, því flestir þeir sem hlaða niður af þessu, myndu hvort sem er ekki kaupa þetta efni. Íslensk tónlist? common... Maður fær rjómann af því besta í henni í útvarpinu.  Mennirnir mega bara vera ánægðir með kynninguna. Í mínum huga er þetta enn eitt dæmið um að græðgi geri menn að fíflum,

Það var svo ágæt samlíking sem ég sá um handöku þeirra sem halda úti síðunni.  Það er eins og að handtaka hótelstjóra og ákæra fyrir morð eða nauð'gun, sem framin er á hótelinu hans.

Ég´vona að þeir fái góðan lögfræðing, sem rekur þetta í trýnið á Smáís aftur. Það ætti ekki að vera stórmál.  Þeir eru algerlega búnir að skjóta undan sé báðar lappirnar þarna.  Sniðgeng þá án þess að hugsa mig um.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 17:29

9 identicon

thepiratebay er algjörlega ókeypis

haukur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:29

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sorry, sá núna að þú ert ekki she eða it. Hausinn á blogginu fór framhjá mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 17:31

11 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ekkert að afsaka elsku Jón, en það virðist sem að ansi margir haldi að maður sitji bara í einhverri kjallarakompu hlæjandi að því hvað maður fær mikið frítt án þess að þurfa að borga neitt, ég persónulega er forfallinn kvikmyndafíkill og á ansi stórt dvd safn til að stæra mig af, eins og ég nefni mun ítarlegar í færslu sem ber titillinn "smáís þú varst endanlega að missa viðskiptavin ;)"

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 17:35

12 Smámynd: Bara Steini

Go Go Go...

Bara Steini, 19.11.2007 kl. 17:42

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars á ég slatta af myndum á flakkara, sem aðrir sáu um að hala niður.  Nú þegar ég hef fengið áhuga á þessu, þökk sé smáís, þá þætti mér vænt um að þú mataðir mig með teskeið á upplýsingum um hvernig ég nýti mér torrentið. Reyndi þarna við pirateebay og skil ekki alveg leiðbeiningarnar þeirra.  Þarf ég ekki að downloada einhverju forriti fyrir þetta. Ég er með limevire og Pando, sem er svona forrit til að senda skrár upp að gígabæti í pósti auk bit-torrent. Fæ þetta samt ekki til að virka.

Fæ upp tómann  glugga og þegar ég ýti á add, þá er beðið um url eða eitthvað, sem ég veit ekki hvað er.

Þú mátt senda mér póst á netfangið á blogginu mínu, þegar og ef þú nennir. Smáís má nú hreykja sér af að auglýsa upp torrentið hehe.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 17:48

14 identicon

Sagði aldrei að það sé samasem merki á milli niðurhals og sölu og ég hef enga trú á því að svo sé. Ég efa um að flest fólk haldi að þú ( maður ) sért í kjallaranum að hlægja um hversu miklu þú ( maður ) getur stolið. En afhverju verslar þú ekki efnið sem þér langar í? 

Jón Gumundsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:54

15 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ég versla mér yfirleitt efnið sem mig langar í, ég er t.a.m mikið fyrir asískar kvikmyndir sem er samansem ekkert úrval af hérna á landinu og gerist ég sekur um það að vilja skoða efnið áður en ég kaupi það.

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 17:59

16 identicon

Ekkert að því að skoða efnið áður en þú kaupir það. En hvernig væri þá að leigja það? Ef það er í sölu hér á landi þá er það á leigu. 

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 18:03

17 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

*andvarp*

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 18:10

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Efst til hægri undir höfundarupplýsingum. Hér er það annars: joncinema@gmail.com

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 18:29

19 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já ég reyndi efst til hægri, en fékk bara textann "email" og ekkert annað... kannski að heilagur vefdrottinn sé að refsa mér fyrir niðurhalið

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 18:33

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tek undir anvarpið hehe.  Tónlistarleigan er ókomin enn.  Oft eru myndir aðeins í sölu en ekki í leigu.  Þetta er bara handhægt verkfæri og neytendavænt. Fá að skoða vöruna, enda er ekkert orðið að marka gagnrýni um myndir eða mússík.  Þetta er allt bestu útgáfur "Allra tíma" samkvæmt síbyljunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2007 kl. 18:34

21 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

yup... samkvæmt þeim rökum ætti að þykja sjálfsagt að rukka menn fyrir að prufukeyra bíla

Davíð S. Sigurðsson, 19.11.2007 kl. 18:44

22 identicon

Frekar samkvæmt þeim rökum ættirðu að skunda út á Avis, Hertz eða Bílaleigu akureyrar og leigja þér bíl til reynsluaksturs :)

David (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:33

23 identicon

Jón: Það eru þrjár ástæður fyrir því að ég leigi ekki myndir:

1. Það kostar mjög mikið að leigja myndir, eitthvað um 1/4 af því verði sem að kostar að kaupa DVD mynd ef að ég man rétt. Ég miða þá við Bónusvídjóleigurnar.

2. Ef að mér finnst myndir góðar þá vil ég eiga þær og geta horft á þær eins oft og ég vil.

3. Ég vil ekki þurfa að bíða í margar vikur eða mánuði eftir mynd til þess eins að hafa íslenskan texta aukalega. 

Sigurður (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:07

24 Smámynd: Fríða Eyland

Fann þessa grein

 Þessi grein frá tónlistamanni er um STEF

Fríða Eyland, 21.11.2007 kl. 00:32

25 Smámynd: Fríða Eyland

....inná blogginu hjá Gunnari Hrafni

átti þetta að vera

Fríða Eyland, 21.11.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband